Hanna Þóra Matur

Einfaldasta Bearnaise sósan í bænum


Bearnaise sósa er í miklu uppáhaldi heima hjá mér og oftar en ekki verður hún fyrir valinu þegar við grillum gott kjöt.
Þegar ég hef lítinn tíma hef ég skellt í bearnaise sósuna á örfáum mínútum og er þessi aðferð snilld þegar maður vill góða sósu á methraða.

toystorys-barnaise-sauce-barnaise-sauce-everywhere

3 Eggjarauður settar í hrærivélina með þeytaranum á

300 gr ekta íslenskt smjör sett í gler mælikönnu á 1 mínútu í örbygjuna.

Þegar rauðurnar eru orðnar ljósar og vel þeyttar þá bæti ég kryddi útí.

2 msk Estragon

1 teskeið nautakjötkraftur í duftformi
2 msk bernaise essense

Pipar eftir smekk

 

Þegar rauðurnar eru orðnar léttar og ljósar kíki ég á smjörið og sé hvort það þurfi lengri tíma.
Ég vil hafa smá af óbráðnuðu smjöri eftir í mælikönnunni sem ég hræri svo í svo að smjörið sé ekki of heitt þegar það fer útí eggjablönduna.

Helli svo smjörinu í mjórri bunu út í eggjablönduna og læt vélina hræra um leið.

Þá er sósan tilbúin 🙂

IMG_20170801_181146

Svo mæli ég með fjólubláa Maruud snakkinu sem er ótrúlega gott með góðu kjöti og bernaise sósunni og slær alltaf í gegn sem fljótlegasta meðlætið 😀

Potetgull-S-og-P-275g

 

Hanna

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply