Hanna Þóra Heilsa Matur

Eggjamúffur í nesti – sous vide

Við keyptum okkur sous vide tæki frá Anova um daginn og höfum verið að prófa okkur áfram með mismunandi hráefni.

Hollur morgunmatur eða millimál er mikilvægt til að halda orkunni út daginn og þessar eggjamúffur eru hið fullkomna nesti.

Ef þið eigið ekki sous vide tæki er einnig hægt að gera sömu uppskrift í potti eða ofni

IMG_20170402_093713

Byrjum á að setja vatn í pottinn og tækið ofaní stillt á um 78 gráður.

 

Búum til eggjablönduna, við notum Nutribulllet tækið en ekkert mál að hræra vel saman.
IMG_20170402_094312

Eggjablandan:

6 egg

1/4 bolli rjómaostur eða rjómi

Rifinn ostur

Salt, pipar og krydd eftir smekk

 

Setjið ykkar uppáhalds fyllingu ofaní krukkurnar og fyllið svo upp með eggjablöndunni

 

Hugmyndir að fyllingu:

Skinkubitar

Beikonbitar

Tómatar

Paprika

Piparostur

IMG_20170402_094753

Beikon er í miklu uppáhaldi og varð fyrir valinu í þetta skiptið. Ég elda beikonið alltaf í ofninn á bökunarpappír, það tryggir jafna eldun og engin þrif  🙂

IMG_20170402_095045

Lokum krukkunni með þéttihringnum á.

 

IMG_20170402_095125

Setjum krukkunar varlega með góðum töngum ofaní vatnið.

 

IMG_20170402_095232

IMG_20170402_095111
Við notum Anova appið til að fletta upp uppskriftinni sem stillir tímann og hitann sjálfkrafa og tækið pípir svo þegar eggjamúffunar eru tilbúnar.

 

IMG_20170402_120546

Voila!!

Tilbúið í nestið, sem millimál og tilvalið fyrir börnin líka 🙂

Hanna

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply