Heilsa Lífið Tinna

Ég ætla að missa 9 kíló á 9 mánuðum

 

Með þessari fyrirsögn er ég ef til vill að koma mér í smá vandræði með því að vera með svona staðhæfingu, en mér bara skal takast þetta!

Eftir mjög mikið sukk & óhollustu núna í langan tíma, er komið að því að ég taki mig saman í andlitinu & komi mér í form. Ég veit vel að kílóin skipta ekki öllu máli, en þau skipta mig máli, því ég er of þung & staðan er orðin þannig að mér líður ekki vel í eigin skinni. Ég er s.s. 9 kílóum þyngri núna heldur áður en ég var mamma & þess vegna langar mig mjög að vera jafn þung (létt) & ég var þá. Einfaldlega því þá leið mér miklu betur í eigin skinni & þyngdin sem ég var í þá hentar mér bara mjög vel.

Ég byrjaði í átaki núna 15. ágúst & ætla vigta mig 1x í viku & skrá þetta allt saman niður. Að sjálfsögðu ætla ég að leyfa fylgjendum mínum að fylgjast með þessu öllu saman á Snapchat. Þetta er að meðaltali 1kg á mánuði sem ég þarf að missa til að ná þessu, en ég býst nú við því að fyrstu 3-4 kílóin verði fljót að fara en svo mun eflaust hægjast á ferðinni.

Ég er búin að vera að byrja & hætta í átaki núna í að verða tvö ár & alltaf gefst ég upp. EN, það ætla ég ekki að gera núna. Einfaldlega vegna þess að ég ætla að hætta að nota endalausar afsakanir fyrir því að hætta alltaf. Ég ætla að hætta þessari sjálfsvorkun & drullast til að standa mig loksins. Þann 15. maí 2018 ÆTLA ég að koma með bloggfærslu fyrir ykkur með fyrir & eftir myndum. ÚFF hvað það verður erfitt þar sem fyrirmyndirnar eru skelfilegar, en vá hvað eftirmyndirnar verða flottar 😉

Ef mér tekst þetta, ég meina ÞEGAR mér tekst þetta, þá verð ég komin í drullugott form þegar ég verð þrítug á næsta ári & verð 30 & fabulous! Ok róa sig, það eru rúmir 15 mánuðir í að ég verði þrítug…. & ég veit alveg vel að maður getur verið fabulous sama hvað maður er þungur en mér líður svo sannarlega ekki eins & ég sé fabulous núna vegna þessara aukakílóa!

Það sem mér finnst erfiðast við þetta allt saman er mataræðið. Ég gæti lifað á pizzum, samlokum & basically bara öllu sem er óhollt, en þetta virkar víst þannig að mataræðið er 80-90% af árangri & hreyfing er 10-20%. Mér finnst ekki leiðinlegt né erfitt að stunda hreyfingu en ég viðurkenni fúslega að ég á mjög erfitt með mataræðið. Því er ég með nammidaga á laugardögum þar sem ég leyfi mér að fá mér það sem ég vil. Ef ég væri ekki með nammidaga þá myndi ég gefast upp fljótlega & því hentar það mér rosalega vel að vera með nammidag 1x í viku, þá fæ ég að njóta þess að fá mér alls konar sukk & þarf ekki að fá samviskubit & svo stend ég mig auðvitað vel hina dagana & svindla ekki, heldur bíð ég alltaf spennt eins & lítið barn á jólunum eftir laugardögum..

Ég ætla vera dugleg að fara út að hjóla & í göngutúra áður en veturinn kemur en svo í svona nóv-des ætla ég að kaupa mér kort í ræktina & fara 3x í viku. Markmiðið er að hreyfa mig a.m.k. 3x í viku en ég er aðallega að leggja áherslu á mataræðið. Ég er dugleg að sýna á Snapchat hvað ég borða & deili stundum uppskriftum af einhverju sem er spennandi & gott. Einnig reyni ég að vera peppandi fyrir þær sem eru í svipuðum sporum & ég. Ég veit að það eru mjög margar stelpur sem eru í sama pakka, byrja í átaki & hætta í átaki aftur & aftur & aftur….en núna skal mér (& ykkur) takast þetta!

Langar að taka það fram að ég þoli ekki öfga. Ég borða bara venjulegan mat & reyni að borða ekki of stóra skammta. Mér finnst persónulega duft að öllu tagi vera óþarfi, ég veit alveg að það eru mjög margir ósammála mér en ég ætla ekki að taka inn neitt prótein eða neitt þannig, heldur ætla ég bara að einbeita mér að því að borða hollt & gott! 

Núna er ég búin að vera í átaki (tjah, átak, megrun, nýr lífsstíll..hvað sem þið vilið kalla þetta) í viku & það hefur gengið mjög vel & ég hlakka svo mikið til að sjá árangur, en geri mér þó grein fyrir því að ég þarf að bíða í smá tíma þangað til ég fer að sjá & finna mun á mér. 

 

#fyrirpabba

 

Endilega fylgist með mér á Snapchat & Instagram: tinnzy88. Ég ætla að halda áfram að vera dugleg að leyfa fólki að fylgjast með mataræðinu, árangri & já bara öllu saman eins & vanalega 🙂

 

TF

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply