Hanna Þóra Heilsa Matur

Edamame baunir með Lime og hoisin sósu

Ég hef undanfarið verið að prófa mig áfram með Edamame baunir en þær eru bæði hollar og góðar, stútfullar af próteini og henta einnig þeim sem er vegan.
Edamame baunir eru góðar í léttan hádegisverð, sem meðlæti með mat eða sem skemmtilegur forréttur í matarboði.

Baunirnar koma frosnar og því auðvelt að eiga alltaf til í þennan gómsæta rétt.

Gestus_Edamame_hele-340x391

Ég hef verið að kaupa þessar baunir frá Gestus í Krónunni, eins baunir fást í bónus og þá í hvítum pokum í frystinum.

Uppskrift:

Baunirnar settar í pott með vatni og smá salti.

Suðan látin koma upp og gott að leyfa þeim að sjóða í 3 mínútur áður en vatnið er sigtað frá.

Ég hita pönnu með ólífuolíu og skelli baununum útá.
Krydda með eftirfarandi kryddum:
Hálf msk chilli krydd

2 tsk svartur pipar úr kvörn

Hálf tsk hvítlauksduft
Strái maldon saltflögum yfir allar baunirnar

3 msk soyjasósa og 2 msk hoisin sósa sett útá pönnuna og leyfi baununum að drekka sósublönduna aðeins í sig.
Að lokum kreisti ég hálft Lime yfir baunirnar á pönnunni og ber svo á borð.

Baunirnar eru borðaðar innan úr belgnum og honum svo hent.

IMG_20180330_110025

Skemmtilegt að bera fram með Lime bátum og prjónum

IMG_20180330_105936

 

Verði ykkur að góðu

 

Þeir sem vilja fá fleiri uppskriftir og fylgjast með mér er velkomið að adda mér á snapchat, Þið finnið mig undir Hannsythora  🙂

 

Þanngað til næst 🙂
Hanna

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply
  Elín
  29. April, 2018 at 10:27 am

  Er edamame aðdáandi og prófaði þessa uppskrift í gær og vá, þetta er rosalega gott!

  • Hanna Þóra Helgadóttir
   Reply
   Hanna Þóra Helgadóttir
   24. May, 2018 at 5:02 pm

   Frábært að heyra 🙂 Bestu kveðjur Hanna Þóra

  Leave a Reply