Hanna Þóra Matur og vín

Drykkjarbar í veislu og góð ráð

Ég hef alltaf haft gaman af skemmtilegum útfærslum á drykkjum í veislum og hef pælt mikið í þeim þegar kemur að mínum veislum.

Afhverju ættu óáfengir drykkir að vera eitthvað minn spes en þeir áfengu?Ég kann ráð við því

 

IMG_20170527_155355 - Copy

Ég á nokkra svona drykkjardúnka með kana sem ég hika ekki að við að  nýta við hvaða tilefni sem er. Það eru allir spenntir að prófa þó svo að þeir myndu innihalda einungis vatn með klökum þá vekur þetta athygli.

Ég hef komið mér upp þremur uppskrifum af óáfengum kokteilum sem ég nýti mér oft í veislum.

IMG_20170527_155343 - Copy
Jarðarberjagos

2 lítrar af rauðum kristal plús
2 stk rauður jarðarberja Sun Lolly ís

Klakar

Jarðarber eða sítrónusneiðar

 IMG_20170527_155344 - Copy

Límónaði

3 dl egils þykkni með sítrónu og líme bragði

2 dl sódavatn með sítrónu

Appelsínusneiðar og sítrónusneiðar

Klakar

IMG_20170527_155348 - Copy

 

Sítrónusódavatn

Sódavatn með sítrónubragði

Sítrónusneiðar

Klaki

 

Þessi er auðvitað sá allra einfaldasti en nauðsynlegt að bjóða uppá sykurlausan drykk og þessi er ávallt vinsæll

 

Hvað varðar val á víni þá reyni ég að velja vín sem hentar flestum og er nokkuð hagstætt í innkaupum. Ég var með þessa rauðvínstegund  í brúðkaupinu mínu 2014 og er það í svolitlu uppáhaldi síðan þá.

Hvítvínið var sumarlegt og sætt og fór vel af því. Það passaði vel með matnum og ekki síður vinsælt seinna um kvöldið.

IMG_20170527_153442 - Copy

 

Ég valdi tvær tegundir af bjór þar sem smekkur manna er misjafn og einnig var ég hrifin af því að fá flottan contrast í umbúðunum

IMG_20170527_155708_1

Balann keypti ég í Ilva og skiltið í Hagkaups outlettinu í holtagörðum

IMG_20170527_153445 - Copy
Léttvínsbarinn fékk fallegt skraut

IMG_20170527_153439

Fékk lánaða diskókúlu hjá góðri vinkonu

Hvað varðar magn í veislum þá langar mig að benda ykkur á sniðuga reiknivél inná vinbud.is þar sem hægt er að velja hvernig veislu um ræðis, hversu löng hún er og hversu margir gestir eru væntanlegir. Reiknivélin reiknar svo út það magn sem æskilegt er að kaupa. Ég persónulega kaupi alltaf aðeins meira því það er ekkert meira svekkjandi en að vera með of lítið.

Hérna er linkur á reiknivélina – http://www.vinbudin.is/heim/matur_og_vin/veisluvin.aspx

 

Vona að þessi ráð nýtist ykkur 🙂

 

Hanna

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply