Börn og uppeldi Diy Hanna Þóra Heimilið

DIY stjörnur í barnaherbergi

 

Ég hef lengi leitað að fallegum stjörnum í gylltum lit til þess að skreytta vegginn fyrir ofan rúmið hjá litlu stelpunni minni en hef ekki fundið neitt sem mig langaði í.
Þá voru góð ráð ekki dýr þar sem ég ákvað að prófa að úbúa stjörnur sjálf í þeim lit sem ég óskaði eftir.

IMG_20170303_101457

Ég fann svona retro glow in the dark stjörnur á tæpar 200 kr í rúmfatalagernum sem voru fullkomnar á vegginn. 2 stærðir voru í pakkanum ásamt stórum mána.

Ég átti gyllta málningu sem ég hafði notað í nokkur DIY verkefni í herbergið hennar Þórdísar minnar þannig að hún var tilvalin í þetta verkefni.

IMG_20160812_115840

 

IMG_20170126_140117

 Hillan sem ég málaði í sama lit fyrir skóna hennar Þórdísar

 

 

 

IMG_20170303_101509

 

Ég málaði stjörnunar í 3 umferðum og leyfði þeim að þorna inná milli.

IMG_20170303_101500

 

 

 

IMG_20170126_124548

 

Með pakkanu fylgja litlir límmiðar til að festa stjörnurnar á vegginn.

IMG_20170303_101432

Lokaútkoman 🙂

Þessar henta vel bæði fyrir stráka og stelpur, hægt að kaupa hvaða lit sem er 🙂

Stjörnurnar minna mig alltaf á fallega textann frá Hafdísi Huld

 

Litlar stjörnur vaka hér,

allar saman yfir þér.

Hátt á himni seint um kvöld, 

blikar fallegt ljósafjöld.

Litlar stjörnur vaka hér,

allar saman yfir þér

Hanna

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply