Diy Heimilið Lífið Þórey

DIY – Filmuð marmara náttborð, einfalt & ódýrt!

Hvað hefur maður ekki oft labbað í gegnum Ikea og keypt eitthvað allt annað en átti að kaupa? Ég veit að það eru mjög margir að tengja!

Í einni Ikea heimsókn minni fyrir ekki svo löngu þá keypti ég “alveg óvart” tvær litlar kommóður sem ég var búin að gera upp í huganum áður en ég var komin í gegnum alla búðina.

Kullen

“Fyrir”

Okkur skötuhjúum vantaði náttborð við hjónarúmið í svefnherberginu en vissum ekki alveg hvernig náttborð okkur langaði í og vildum eiginlega ekki kaupa einhver dýr náttborð þar sem við erum enn að ditta að heimilinu okkar sem við keyptum okkur fyrir ári síðan. 

Þegar ég sá þessar fáránlega ódýru kommóður í Ikea þá vissi ég strax hvað mig langaði að gera við þær. Ég átti nefnilega til afgang af marmara filmu sem ég hafði keypt í Bauhaus þegar ég fékk gefins skrifborð sem ég gerði að marmara snyrtiborði og er inni í herberginu okkar.

Ég hugsaði allavega með mér að ef þetta yrði ljótt þá myndi ég bara breyta því aftur. Enda kostuðu náttborðin aðeins 1.590kr. stykkið. Já þið lásuð rétt, 1.590kr!!!! 

 

Hér er búið að filma

“Eftir”

Eina sem þarf í svona einfalt filmu verkefni er:

  • Fituhreinsir (ég notaði edik & vatn) – Flöturinn sem á að filma þarf að vera alveg hreinn og laus við alla fitu.
  • Filma – ég keypti þær í Bauhaus og kostar rúllan undir 2.000kr.
  • Veggfóðursspaði (ekki nauðsynlegt en kostur) – gott til þess að losa allt loft undan filmunni og slétta flötinn sem verið er að filma.
  • Dúkahnífur – til þess að skera filmuna. Nauðsynlegt að hafa hnífinn beittan.
  • Þolinmæði – allavega dass af henni.
  • Tónlist – bara til þess að gera meiri stemningu á meðan.
  • Rauðvínsglas – fyrir þá sem hafa aldur til er þetta “the cherry on the top”.

YOU CAN DO IT!

ÞÓREY

407e0ffde43f6f0d8d192bf0f071fa9b

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply