Afmæli og veislur Hanna Þóra Matur Partý

Dásamlegur poppbar í veisluna

Færslan er unnin í samstarfi við Stjörnupopp

Á dögunum fékk ég það dásamlega skemmtilegt verkefni að setja upp poppbar með poppinu frá stjörnupoppi.
Nú eru margar útskriftarveislur og brúðkaup framundan og poppbar slær í gegn í öllu veislum.

IMG_20170516_094523

IMG_20170516_093809 - Copy

Ég er elska popp, allskonar popp og úrvalið síðustu ár hefur aukist svakalega hér á landi mér til mikillar gleði.
Ég hef lengi safnað fallegum myndum á pinterest af fallegum poppbörum og beðið lengi eftir tækifæri til að geta sett upp glæsilegan poppbar fyrir veislugesti, og nú kom tækifærið.

Ég safnaði saman þeim glerkrukkum sem ég átti til og hef lengi safnað í gegnum tíðina og vildi hafa þær í nokkrum stærðum þar sem það myndar ákveðinn svip á barinn.

IMG_20170516_094512

 

IMG_20170516_094047

Þemað í veislunni er gyllt og því vantaði mig fallegt skraut til að gera fallegan bakgrunn fyrir barinn.
Ég fann ekkert í búðunum þannig að ég keypti fallegan gylltan glansandi pappír í Söstrene grene og bjó til fánalengju úr honum.
IMG_20170516_094601

ég bjó til skapalón úr venjulegum pappír og klippti svo gyllta pappírinn eftir því.
Afgangana nýtti ég svo til að búa til merkimiðana á hverja og eina glerkrús.

 IMG_20170510_134143

Ég var með fimm tegundir af poppi – eitthvað fyrir alla

 • Ostapopp

 • Bíópopp

 • Lakkríspopp

 • Karamellupopp

 • Kropp- popp

IMG_20170515_184353 - Copy
Sælgætispoppið frá Stjörnupoppi – Hættulega gott

 

 

IMG_20170516_094002

IMG_20170516_093950 - Copy

IMG_20170516_093953 - Copy

IMG_20170516_093959

IMG_20170516_093956 - Copy

 

Ég var lengi að spá í ílátum fyrir poppið en rakst á þessi glæsilegu gylltu ísbox sem ein var að selja eftir brúðkaupið sitt. Fullkomið fyrir mitt þema!

IMG_20170516_093939 - Copy

Ég málaði ikea ramma og prentaði út lista yfir úrvalið

IMG_20170516_094555

 

Nokkur góð ráð :
 • Poppbarinn er hægt að útbúa á ýmsa vegu og tilvalið að vera tímanlega í að ákveða og safna fallegum ílátum saman.
 • Ef maður notar mjög stórar krukkur þurfa þær meira magn,  oft er hægt að svindla aðeins og setja glas á hvolfi ofaní krukkuna til að barinn líti út fyrir að vera fullur –  sérstaklega fyrir myndatökuna 🙂
 • Passa að velja góðar skeiðar í barinn þannig að fólk noti þær- það er ekkert girnilegt að borða popp sem allir gestirnir eru búin að þukla á með höndunum
 • Kaupa nóg af poppi,  það kostar ekki mikið og auðvelt að fylla á eftir þörfum
   
   
   

Ég er að undir búa fleiri spennandi verkefni fyrir veislu ef þið viljið fylgjast með mér

Þið finnið mig á snapchat undir  —- Hannsythora

Hanna

 

You Might Also Like

3 Comments

 • Reply
  Júlíana Júlíusdóttir
  17. May, 2017 at 10:57 pm

  Vá, hvað þetta er sniðugt og flott…. Hvar fékkstu Parísarhjólið?

 • Reply
  Inga Björk Matthíasdóttir
  18. May, 2017 at 1:49 pm

  Sjúklega töff < 3
  Hvaðan er parísarhjólið?

 • Hanna Þóra Helgadóttir
  Reply
  Hanna Þóra Helgadóttir
  18. May, 2017 at 1:54 pm

  Takk fyrir 🙂
  Parísarhjólið keypti ég í marshalls í boston, hef séð svipað í wilko í bretlandi 🙂
  kv Hanna Þóra

 • Leave a Reply