Barnatíska Börnin Gjafahugmyndir Lífið

Cornelli kids – falleg föt á frábæru verði – tilvalið í jólapakkann

Ég elska falleg barnaföt og er því alltaf að skoða og spá í barnafötum og er búin að gera það síðan löngu áður en ég átti Emblu haha  og því var ég þvílíkt ánægð þegar ég datt inná facebook síðuna hjá Cornelli kids rétt áður en Embla fæddist. 

15965548_1207787259276655_6260479071215762628_n

Ég pantaði fyrst föt hjá Cornelli kids rétt áður en Embla fæddist þegar það var orðið ljóst að Embla yrði mjög lítil og ég átti lítið úrval af fötum í 44 og 50. Ég sá svo æðislega fallegt efni á facebook síðunni að ég varð bara að fá galla í þessu efni svo ég sendi á þau og bað um einn pínulítinn galla og húfu í stíl. Embla notaði þennan galla mjög mikið fyrstu vikurnar og ég elskaði hann svo mikið að ég pantaði mér seinna nýjan í stærri stærð.

IMG_3740

Eins keypti ég annan svona lítinn galla nokkrum dögum eftir að Embla fæddist þegar ég sá að ég átti alltof lítið af svona pínulitlum fötum á litlu ponsuna mína.

Screen Shot 2018-11-17 at 10.25.31

Þetta eru ótrúlega þægileg föt sem vaxa vel með barninu af því það er stroff á þeim sem er ekkert mál að bretta upp fyrst þegar gallinn er vel stór. 

IMG_3758

Núna fyrir stuttu voum við Embla svo heppnar að Cornelli kids gaf okkur einn galla og í leiðinni pantaði ég annan af því mér fannst tvö efni á síðunni hjá þeim svo flott að ég gat ekki valið á milli haha. 

IMG_3714

Þessir gallar eru ótrúlega mikil snilld í leikskólann líka – litirnir haldast mjög vel í þvotti og efnið er virkilega vandað og mjúkt. Ég mun alveg klárlega kaupa meira þegar þessir eru orðnir of litlir.

43123235_1098649310293647_5118209653586526208_n

 

Verðið á  göllunum er líka mjög gott og þjónustan hjá þeim frábær. Eins er líka hægt að panta hjá þeim kjóla, leggins, buxur, boli og margt fleira, bæði fyrir stráka og stelpur. Nýjast hjá þeim eru þessar æðislegu húfur með dúskum sem ég mun án efa kíkja á næsta vor 🙂

43877821_1883524351702939_1817949232787619840_n

 Þessi föt eru tilvalin í jólapakkann ef ykkur vantar gjöf fyrir eitthvað lítið kríli já eða stórt kríli 🙂   

IMG_3715

 

hronn

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply