Afmæli og veislur Bakstur Hrönn Lífið

Cinnabons – sjúklega mjúkir og djúsí

Jæja loksins er ég komin með uppskriftina af cinnabons sem ég er búin að fá svo fjöldamargar fyrirspurnir um. 

Cinnabons eru semsagt svona þykkir, mjúkir og djúsí kanilsnúðar með hvítri rjómaost frosting ofaná. Það er til staður í London sem heitir Cinnabon sem selur bara kanilsnúða og eftir að ég smakkaði þá varð ég að prófa að baka svona sjálf og núna eftir að vera búin að prófa nokkrar uppskriftir finnst mér þessir snúðar eiginlega betri en þeir sem maður fær á Cinnabon í London. 

Screen Shot 2018-06-09 at 12.14.03

 

Ég gerði þessa snúða um daginn í kaffi fyrir nýju vinnuna mína og þeir runnu mjög ljúflega ofaní mannskapinn (ein að kaupa sér vinsældir haha). Það er algjör snilld við þessa snúða að það er hægt að búa þá til daginn áður , láta hefast og græja og gera og svo þarf bara að hita þá í ofni í 20 mín áður en þeir eru bornir fram. 

Þessi uppskrift er fyrir 12 mjög stóra snúða. 

Snúðadeigið

 • 1/3 bolli heitt vatn
 • 2 og 1/4 tsk þurrger
 • 1/4 tsk sykur

Þessu er öllu blandað saman og látið malla í ca 5 mín

 • 1/2 bolli sykur
 • 1/3 bolli AB mjólk
 • 1/2 bolli mjólk
 • 85 g brætt smjör
 • 2 mtsk olía
 • 1 mtsk vanilludropar
 • 2 egg
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk lyftiduft
 • 4 bollar hveiti

Vatni, þurrgeri og 1/4 tsk sykri blandað saman í skál og blandað saman. Látið svo standa í 5-10 mínútur þar til blandan þykknar og verður froðukennd efst. 

Hellið gerblöndunni í stóra skál og blandið öllu útí nema hveitinu. Blandið vel saman og bætið svo hveitinu í skömmtun útí deigið. Setjið deigið í skál sem er búið að smyrja að innan með olíu og setjið plastfilmu yfir skálina. Látið hefast í 90 mínútur á heitum stað. 

Þegar deigið er búið að vera að hefast í 90 mínútur á það að hafa u.þ.b. tvöfaldast að stærð og þá þarf að kýla í deigið með hnefanum nokkrum sinnum til að losa loftið úr  því. Takið úr skálinni og fletjuð út á hveitistráðu borði þar til deigið er 0,5 cm á þykkt ca (alls ekki örþunnt). Hafið deigið aðeins lengra til hliðanna en ekki ferkantað. 

 

Snúðafylling

 • 1 og 1/4 bolli púðursykur
 • 2 mtsk kanill
 • 110 g  brætt eða mjög mjúkt smjör

Blandið saman púðursykur og kanil. Smyrjið deigið með smjörinu/penslið með smjörinu og stráið kanilblöndunni jafnt yfir. Rúllið deigið upp í rúllu og skerið endana af til að allir snúðarnir verði jafn stórir. Skerið í 12 jafnstóra snúða og leggið í stórt eldfast smurt mót. Setjið plastfilmu yfir mótið og látið snúðana hefast aftur í 90 mín á heitum stað. Snúðarnir eru svo bakaðir í 180°heitum ofni í 20-25 mínútur eða þar til þeir eru orðnir brúnaðir að ofan. 

Screen Shot 2018-06-09 at 12.16.13

Glassúr

 • 55 g brætt smjör
 • 115 g rjómaostur
 • 2 mtsk mjólk
 • 1 og 1/2 bolli flórsykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 -2 tsk sítrónusafi

Blandið öllu saman í handþeytara þar til mjúkt og blandað saman. Smyrjið allri blöndunni yfir snúðana um leið og þeir koma úr ofninum og leyfið þeim aðeins að kólna með glassúr yfir áður en þeir eru bornir fram.  Ef snúðarnir eru búnir til deginum áður en þeir eru bakaðir er í fína lagi að gera glassúr líka daginn áður og geyma við stofuhita í loftþéttu boxi. 

Best að vera með góðan spaða til að ná þeim uppúr forminu og sniðugt að skera þá í helminga þar sem einn svona snúður er vel vænn. 

Njótið í botn !!!!

Screen Shot 2018-06-09 at 12.18.10

 

Endilega kíkið á mig á snapchat : hronnbjarna

hronn

 

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply
  Hólmfríður
  14. June, 2018 at 5:51 pm

  Mjög girnilegir snúðar 😃 ef þú bíður með að baka þá fram á næsta dag hvar geymir þú þá á meðan? Við stofuhita?

  • Hronn
   Reply
   Hronn
   15. June, 2018 at 8:17 am

   Hæhæ. Nei ég setti þá nú í ísskáp með plastfilmu en það er bókað í lagi líka að geyma við stofuhita 🙂

  Leave a Reply