Mér finnst rosalega gott að borða góðan mat og ég er alveg sammála því að morgunmaturinn er undirstaða dagsins og því gott að borða eitthvað saðsamt og hollt sem hjálpar manni út í daginn.
Langar að deila með ykkur uppskrift ef uppskrift má kalla af mínum morgungraut með chia mixinu mínu.
Þennan graut er snilld að gera kvöldið áður og leyfa honum að bíða svo í ísskáp til næsta morguns.
Ég nota Chia seed mix frá superfuit foods sem er til með jarðarberjabragði og súkkulaði bragði. Það fæst ma. í Hagkaup og í Blómavali.
Uppskrift :
4 msk hafrar
2 msk Chia mix
Þurrkuð bláber og Trönuber
Fylla upp með möndumjólk
Smá salt
Ég loka svo bara krukkunni og hristi þetta vel saman og þá er þetta tilbúið næsta morgun. 🙂
Snilld fyrir þá sem vilja grípa eitthvað með sér. 🙂
No Comments