Vá hvar á ég að byrja?
Við ákváðum brúðkaupdaginn með 5 mánaða fyrirvara. Fyrsta sem ég gerði var að bóka kirkju, sal og prest. Síðan fór ég á fullt í að panta skreytingar að utan og græja allskonar hluti sem tæki jafnvel nokkrar vikur að koma til landsins.
Síðan kemur svona tímabil sem ekkert gerist, bara biðin eftir stóra deginum.
Ég var mjög snemma í því að panta mér hinn fullkomna brúðarkjól sem ég lét sérsauma á mig hjá JJSHOUSE … tveimur mánuðum síðar kom hann þessi gullfallegi kjóll, en hann var of stór á mig því ég var búin að léttast og þegar ég mátaði hann var þetta ekki “the one”. Ég fann það bara strax að þetta var ekki “ég” í þessum kjól.
Svo ég fór strax í að panta mér annan kjól… og já svo þann þriðja. Já já þarna var Bridezilla mætt! Stressið var aðeins byrjað að kitla taugarnar og ég vissi ekkert hvorn kjólinn ég myndi svo velja fyrr en nokkrum dögum fyrir brúðkaupið. Kjóllinn sem ég féll algjörlega fyrir hefði ekki getað verið fullkomnari í mínum augum, mér leið eins og drottningu í honum og leið vel í honum allan daginn. Kjólinn pantaði ég af ASOS. Kjóllinn var í vintage stíl og mjög rómantískur.
Jakkafötin á eiginmanninn, soninn og feður okkar voru keypt í NEXT. En Andri og Kristján Freyr (eiginmaðurinn og sonurinn) þeir keyptu sér eins skó fyrir stóra daginn. Það voru hvorki meira né minna en Jordan VI Gold Harvest edition og keyptum við þá á FLIGHTCLUB.
Skyrtan hans Andra var keypt í Selected og skyrtan hans Kristjáns Freys var keypt í ZARA. Slaufurnar á alla karlmennina keyptum við í H&M.
Kjólinn á dótturina hana Nínu Rós keyptum við hjá JJSHOUSE á sama tíma og ég pantaði brúðarkjólinn sem ég notaði svo ekki. En hún fékk að velja sinn kjól sjálf. 6 ára prinsessa hefur sko alveg sínar skoðanir á hverju hún vill vera í og mér fannst alveg yndislegt að leyfa henni að taka þátt í brúðarkjólakaupunum. Skóna hennar keypti ég einfaldlega á ALIEXPRESS, ég var búin að leita út um allan bæ að gylltum hælaskóm á hana en ég fann einfaldlega ekki skó á hana hér heima.
Það má svo eiginlega segja að ég hafi verið Asos bride því ég keypti líka skóna þaðan. Asos bíður upp á “wide fit” sem hentar mér einstaklega vel því ég er með mjög breiðan fót. Mæli með!
Ég fékk svo undirföt, náttslopp, náttkjól og allskonar fallegt í gjöf frá LINDEX fyrir brúðkaupið, en ég ætla að gera aðra færslu sérstaklega um það sem ég fékk frá þeim:) En ef ykkur vantar undirföt fyrir brúðkaup þá mæli ég svo sannarlega með Lindex, úrvalið, gæðin og þjónustan er framúrskarandi.
- Fullkomin föt daginn eftir brúðkaupið
- Gestabókin
Ég held að þetta verði fyrsta brúðkaupsfærslan af nokkrum, þetta er orðið svo langt hjá mér og ég er bara búin að fara yfir fötin! Þannig að fylgist með á næstu dögum því það er svo margt sem mig langar að sýna ykkur og segja frá. Enda var þetta fullkominn brúðkaupsdagur og undirbúningurinn var mjög skemmilegur. Það er líka ómetanlegt að eiga okkar fjölskyldu og vini því þau gerðu daginn okkar svo sannarlega fullkominn, margir sem tóku þátt í að græja og gera, veislustýra og redda allskonar hlutum sem létti svo sannarlega á álaginu. TAKK þið öll <3
Annars er ég mjög virk á Instagram svo endilega fylgist meira með þar: THOREYGUNNARS
Þangað til næst….
No Comments