Afmæli og veislur Diy Gjafahugmyndir Hrönn Lífið Partý

Brúðkaupsboðskortin mín !

Ég og Sæþór erum að fara að gifta okkur núna í lok ágúst. Frá því við ákváðum að gifta okkur fyrir tæpu ári er ég búin að vera á fullu að plana og skipuleggja og ákveða allskonar hluti tengda brúðkaupinu og einn af þeim hlutum er að sjálfsögðu boðskortið. 

IMG_2670

Ég ákvað strax að ég vildi senda Save the date kort með jólakortinu og ég keypti þau á erlendri síðu þar sem ég gat hannað það sjálf að hluta til og lét senda hingað heim og það kom ágætlega út. 

Hinsvegar var ég mun kröfuharðari á boðskortið sjálft og eftir að hafa prófað að panta þau á sömu síðu og Save the date kortin sá ég að þau voru bara alls ekki nógu falleg og ég var bara ekki ánægð með þau. 

Ég ákvað því að hafa samband við Reykjavík Letterpress þar sem ég hafði heyrt svo ótrúlega góða hluti af þeirra þjónustu og vörum og ég sé sko alls ekki eftir því.

IMG_2692

IMG_2694

Boðskortin eru ótrúlega falleg og ekkert smá vönduð og ég er algjörlega í skýjunum með þau ! Ég elska áferðina á textanum en hann er þrykktur í pappírinn sem mér finnst gera kortin enn gæðalegri og vandaðri og bara setja þau á annað plan. Ég hannaði logo fyrir stóra daginn okkar í tölvunni sem þær settu efst á kortið með gull foil áferð sem er glansandi sem kemur ekkert smá vel út. Eins er ramminn í kringum textann með sömu gull glans áferð. 

IMG_2678

Ég var búin að skoða allskonar myndir á netinu af boðskortum og var með ákveðna hugmynd um hvernig ég vildi að frágangurinn á kortinu yrði. Ég fór með nokkrar myndir með mér í Reykjavík letterpress og við hönnuðum þetta í sameiningu og þær komu með frábærar hugmyndir sem við notuðum í bland við mínar hugmyndir.

IMG_2675

Kortið mitt var í ca a5 stærð og ég læt einnig prenta annað kort í sömu stærð með bara hashtag-inu okkar fyrir brúðkaupið á  sem ég lagði ofaná boðskortið sjálft með hashtag-ið niður. Ofaná það kort límdi ég glimmerpappír í stærð 8x8cm, gylltan glansandi pappír í stærðinni 7x7cm ofaná það  og hvítan pappír með logo-inu okkar á í stærð 6x6cm efst. Eins setti ég kampavínslitaðan silkiborða utanum bæði kortin og batt slaufu framaná kortið. Ég fékk Reykjavík letterpress til að prenta fyrir mig hvíta miðann með logo-inu og eins skáru þær fyrir mig báðar týpurnar af gullpappírnum í rétta stærð sem var algjör snilld þar sem það hefði tekið mig þvílíkan tíma að reyna að klippa þetta sjálf og það hefði aldrei verið svona beint.

IMG_2663

Ég fékk glimmerpappírinn og gyllta glansandi pappírinn í Söstrene Grene í Kringlunni og silkiborðann fékk ég á aliexpress. 

Ég vildi svo að sjálfsögðu aðeins föndra við umslagið líka og ég prentaði nöfnin sjálf á umslögin í mínum prentara með svona handwriting skrift. Eins notaði ég gatara og gerði 2 lítil göt efst í vinstra hornin og þar þræddi ég í gegn mjóan gylltan silkiborða og batt slaufu. 

IMG_2661

Ég var löngu búin að ákveða að ég vildi keyra út boðskortin og láta fylgja með þeim heimagerðar franskar makkarónur. Ég bakaði því bleikar franskar makkrónur og setti á þær hindberjakrem. Uppskriftina er hægt að skoða hér.  Ég keypti glær box á amazon.co.uk sem passa akkurat fyrir 2 franskar makkarónur, hægt að skoða þau hér. Eins keypti ég bleikan silkiborða á aliexpress til að binda utanum boxið. 

IMG_2695

Ég var ótrúlega ánægð með þetta allt saman þegar þetta var tilbúið og er þvílíkt ánægð með boðskortin mín. Mér finnst mjög mikilvægt að boðskortin séu falleg og vönduð af því þetta er fyrsta tenging fólks við viðburðinn þinn og þetta gefur svona tóninn fyrir hvernig þema verður í veislunni. Eða það finnst mér allavega enda mikill boðskortaperri ! 

Við Sæþór tókum fyrsta rúnt í dreifingu á boðskortum um helgina og það var ótrúlega gaman að hitta aðeins á fólkið okkar og afhenda fallegt boðskort! Mæli algjörlega með þessari aðferð (plús að frímerki eru alveg ótrúlega dýr! )

Ef þið eruð að fara að gifta ykkur og langar í ótrúlega falleg og vönduð kort mæli ég allavega 150% með æðislegu skvísunum hjá Reykjavík letterpress ! 

Endilega kíkið á mig á snapchat ef ykkur langar að fylgjast betur með brúðkaups undirbúningi og pælingum- nóg að gerast !  @hronnbjarna.

 

hronn

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply