Afmæli og veislur Bakstur Matur og vín Tinna

Brúðkaupið mitt: gifting í heimahúsi & partý tæpum 8 mánuðum seinna

Jæja þá erum við Arnór loooksins búin að fagna giftingunni með fólkinu okkar.

Ég hef verið að fá rosalega margar spurningar um þetta fyrirkomulag okkar en það er svo sem ekki okkur líkt að fara hefðbundnar leiðir í lífinu 😉

Við s.s. giftum okkur þann 26. ágúst 2016. Upprunalega planið var að gifta okkur 17. júní 2017. Mamma & pabbi giftu sig 17. júní 1986 & það var alltaf minn draumur að gifta mig á þessum degi. Við Arnór trúlofuðum okkur 14. apríl 2014 eftir rúm 3 ár saman & vorum sammála um að 17. júní 2017 yrði dagurinn okkar. En pabbi minn veiktist í júní 2015 & þá breyttist lífið. Brúðkaupið okkar var planað með einhverjum 3 vikum í fyrirvara, þá rúmu ári eftir að pabbi veiktist. Mér langaði mjög mikið til þess að gifta mig á meðan pabbi var enn hress & ég er svo þakklát í dag að við gerðum þetta svona.

Við giftum okkur heima hjá okkur & það kom prestur heim & gaf okkur saman. Það voru örfáir viðstaddir af nánustu fjölskyldu okkar & svo fórum við beint á hótel yfir nótt bara við tvö & fórum svo út að borða með fjölskyldunni daginn eftir. Við ákváðum að við vildum halda brúðkaupspartý 14. apríl 2017 til að fagna giftingunni, en þann dag voru 6 ár síðan við ákváðum að við værum kærustupar. Upprunalega planið var bara að halda gott partý fyrir okkar nánasta fólk en þetta var síðan eiginlega partý sem var mjög líkt brúðkaupsveislu 🙂

 

14045093_10209350375092590_560954531_o
Mynd tekin stuttu eftir að við vorum gefin saman 26. ágúst 2016 <3

 

Við vorum algjörlega óvænt gæsuð & steggjuð laugardeginum fyrir partýið, sem var mjög fyndið þar sem við vorum auðvitað búin að gifta okkur en þetta kom mjög svo skemmtilega á óvart & var frábær dagur í alla staði. Ég mun gera bloggfærlsu um gæsunina bráðum! 🙂

 

Screenshot_20170408-182323
Við hittumst í pulsuátskeppni í Smáralindinni í miðri gæsun/steggjun. Ef vel er horft má sjá að Arnór er í handjárnum 😉

 

En komum okkur að partýinu! Ég er ekki vön að halda stórar veislur/partý & var mjög ánægð með lokaútkomuna á þessu öllu saman & að mínu mati var þetta partý fullkomið <3

Ég var í samstarfi við nokkur fyrirtæki fyrir partýið & þau sem ég var í samstarfi við verða stjörnumerkt í færslunni. Við vorum alveg ákveðin í því að við vildum bjóða upp á smárétti & buðum upp á fullt af alls konar litlum réttum:

-kókoskúlur, vefjur, skinkuhorn, kjúklingaspjót, beikonhakkbollur, nammibar, makkarónur, cake pops, mini muffins, mini burritos, mini pizzur & túnfisksalat & hummus borið fram með kexi.

Uppskrift af skinkuhornunum & kókoskúlunum má finna hér á Fagurkerar.is undir “Tinna”, en ég mun skella inn uppskrift af vefjunum bráðlega, en þær eru fáránega góðar & fullkominn partýmatur.

 

17952758_10154650486294422_103178099416859674_n
Matarborðið 🙂

 

18034052_10154650492169422_6329300585037747118_n
Smá pose á okkur áður en ráðist var á matinn.

 

18033984_10154650492869422_7589190638461129687_n
Búið að segja gjörið svo vel & allir að borða 🙂

 

-Ég gerði kókoskúlurnar, vefjurnar & skinkuhornin sjálf
-nammið var frá *Nóa Síríus
-kjúklingaspjótin, beikonhakkbollurnar, makkarónurnar, mini pizzurnar & mini burritos voru frá *Stórkaupum
-cake pops gerði Hrönn Fagurkeri
-mini muffins gerði Hanna Fagurkeri
-túnfisksalatið gerði Þórey Fagurkeri
-hummusinn gerði vinkona mín
-bjórinn í veislunni var keyptur hjá *Vífilfelli
-kleinuhringirnir sem við fengum morguninn eftir partýið voru frá *Krispy Kreme.

 

Ég fór upp í Nóa Síríus til að velja nammi fyrir partýið & endaði á því að labba út með 16,5 kg af nammi, bjóst siðan við því að það yrði fáránlega mikill afgangur en svo var ekki. Ég valdi nokkrar tegundir svo það væri eitthvað í boði fyrir alla. Nammið sló í gegn & ég er svo fegin að hafa boðið upp á nammi, við vorum með tvo nammibari á matarborðinu & svo nokkrar nammiskálar á barnum. Ég mæli 100% með namminu frá Nóa Síríus, mjög mikið úrval af nammi hjá þeim & topp þjónusta.

 

17991107_10154650485034422_3429072991257533837_n

 

18058200_10154650492649422_5754026161807343382_n
Við vorum með tvo nammibari á matarborðinu. Nammið var allt frá Nóa Síríus en nammibarina fékk ég í Tiger.

 

Ég fór í Stórkaup til að versla megnið af matnum sem við buðum upp á ásamt makkarónum. Þetta sló allt saman mjög vel í gegn & fólk talaði um hvað maturinn væri góður. Ég var alveg ákveðin í því að vilja bjóða upp á kjúklingaspjót en keypti svo líka 2 poka af kjötbollunum ásamt nokkrum pokum af mini burritos. Allt þetta fannst mér vera mjög sniðugur partýmatur & mjög lítil fyrirhöfn sem var einmitt það sem við vildum.

 

17990705_10154650487129422_3634445841265044935_n
Við settum sósu & sesam fræ á kjötbollurnar & buðum svo upp á bbq- & sweet chilli sósu með.

 

Krispy Kreme vildu bjóða upp á kleinuhringi í partýinu en því miður var lokað hjá þeim þennan dag, enda föstudagurinn langi, þannig að þeir stungu upp á þeirri snilld að bjóða okkur upp á kleinuhringi morguninn eftir í þynnkunni þannig við buðum fjölskyldunni í kleinuhringi & afganga daginn eftir sem var algjör snilld! 🙂 Þau gáfu okkur fullt af kleinuhringjum & það var sko étið yfir sig, bókstaflega. Þetta eru bestu kleinuhringirnir í bænum að mínu mati & úrvalið fáránlega gott!

 

17990833_10154650493659422_3179063328333575365_n
Ótrúlega flottir & góðir kleinuhringir! Maður var varla að tíma að ráðst á þetta 😉 

 

Bjórinn var frá Vífilfelli. Frændi minn er að vinna þar & ég fékk hann til að ákveða með mér magn af áfengi sem við þurfum & það dugði okkur akkurat, menn voru orðnir vel fullir þarna um nóttina & partýið stóð alveg til kl 03. Í partýinu voru um 60 manns & við buðum upp á:
15 hvítvínsflöskur, 240 litla bjóra í dós, 3L vodka sem við gerðum 3 bollur úr & 2 stórar eins lítra staupflöskur.
Bjórarnir sem við buðum upp á voru Viking Classic & Viking Lite & við tókum 50/50 af þeim.

 

18034184_10154650495954422_6850419259222012655_n
Nomnom! 

 

Við leigðum veislusalinn í Haukahúsinu á Ásvöllum & vorum mjög ánægð með salinn. Hér er linkur með frekari upplýsingum.

 

Við erum í skýjunum með þetta allt saman, þetta var rosalega skemmtilegt kvöld. Bróðir minn var veislustjóri & stóð sig eins & hetja. Hann var með marga leiki & hélt stuðinu algjörlega uppi. Svo voru Fagurkerar stelpurnar mínar líka með snilldarleik & svo voru haldnar nokkrar mjög svo sætar ræður! Það að hafa átt þetta partý inni var algjör snilld & við skemmtum okkur konunglega. Við vorum með polaroid myndavél & gestirnir settu mynd af sér í gestabókina & skrifuðu, okkur finnst það alveg ómetanlegt að eiga svoleiðis minningu frá kvöldinu <3 Við Arnór erum búin að halda núna 3 partý á innan við ári: innflutnings-, útskriftar- & brúðkaupspartý & erum held ég bara góð í bili 😉 En nú taka við flutningar hjá okkur & við munum fá íbúðina okkar afhenta í júlí þannig ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með því öllu saman <3

 

18033393_10154650496339422_8602659745545568665_n

 

18119319_10154650496894422_2132556043152035206_n

 

TF

Þið finnið mig á Snapchat: tinnzy88 & Instagram: tinnzy 🙂

 

 

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply