Fjölskylda Lífið Partý Þórey

Bónorð & brúðkaup!

Eftir nokkurra ára bið er biðin loksins á enda… 

Andri bað mín á aðfangadagskvöld, ég grenjaði og hló og þetta var dásamlegt bónorð og mjög skemmtilegt, alveg ekta við.
Ég spurði hann strax um kvöldið hvort það væri nokkuð of snemmt að byrja að plana brúðkaupið og var það í léttu gríni, þar sem þetta er búið að vera frekar mikill djókur hjá okkur (aðallega mér) í nokkur ár hvort hann ætlaði nú ekki að fara að detta á skeljarnar. Það má alveg segja að ég sé búin að bíða og bíða eftir bónorðinu, enda vissi ég strax þegar ég kynntist honum að hann yrði maðurinn minn, að eilífu! Smá væmið ég veit, en það má þegar maður elskar og ætlar að ganga í það heilaga með makanum sínum:)

En við vorum ekki lengi að ákveða dagsetningu og strax í byrjun janúar vorum við búin að bóka, kirkju, prest og sal. Við ætlum að gifta okkur þann 1.júní næstkomandi, svo við höfðum 6 mánuði fyrir undirbúning. 

Auðvitað fór ég strax í eitthvað stress um að þetta yrði allt of stuttur tími til þess að undirbúa heilt brúðkaup en vinkonur mínar þekkja sína konu og sögðu mér að ég gæti þetta nú alveg. Og hvað haldið þið? Jú jú, þetta er allt að smella saman og rúmir tveir mánuðir í herlegheitin.

Nú er ég orðin eins og Hrönn Fagurkeri sem var orðin þekkt á pósthúsinu fyrir brúðkaupið hennar og Sæþórs í fyrra, sem “konan á pósthúsinu” … nú hef ég tekið við því hlutverki þar sem allt skrautið sem ég pantaði af Ali er farið að detta í hús.

Kjóllinn er verið að sauma á mig úti og á ég von á honum vonandi innan tíðar. En eftir brúðkaupið skal ég segja betur frá honum og hvar ég keypti hann. Ég fer auðvitað ekki að gefa neitt upp varðandi kjólinn fyrr en eftir brúðkaupið;)

En hér er smá brot af “to do”  listanum, bæði sem er búið að panta og það sem er eftir:

 • Kirkja – Hafnarfjarðarkirkja
 • Salur – Sjónarhóll í Kaplakrika
 • Prestur – Séra Jóhanna Magnúsdóttir
 • Veitingar – allt klappað og klárt
 • Photobooth – við pöntuðum hjá Selfie.is
 • Ljósmyndari – Sirrý snillingur hjá Þetta Stúdíó mun mynda athöfnina og svo myndatöku af okkur brúðhjónum og börnunum okkar eftir kirkjuna
 • Söngatriði í kirkju – erum að vinna í því ennþá
 • Hringar – ekki búin að kaupa þá
 • Gestabók – ekki búin að kaupa hana
 • Jakkaföt á Andra, soninn og svaramenn – í vinnslu
 • Brúðarkjóll & brúðarmeyjukjóll – Verið að sauma þá erlendis

Jiiii ég gæti haldið endalaust áfram, en þá hef ég nú bara tilefni til þess að skella í aðra færslu þegar nær dregur!

En mig langaði nú bara aðeins að segja frá því sem ég er að bardúsa þessa dagana… voru eflaust einhverjir farnig að velta fyrir sér hvort ég væri hreinlega hætt að blogga haha. Held ég sé ekki búin að skrifa færslu síða í október!!! Nei okei nú fer ég að bæta mig, LOFA:)

En ef ykkur langar að fylgjast betur með undirbúningi og auðvitað brúðkaupinu sjálfu þá er allt í beinni á snappinu og instagram. Notendanafnið mitt á báðum stöðum er THOREYGUNNARS

 

Þangað til næst…

þórey undirskrift

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply