Gjafahugmyndir Lífið Þórey

Bóndadagurinn er á föstudaginn… vantar þig hugmyndir?

Nú fer að líða að hinum árlega Bóndadegi, hann er föstudaginn 19.janúar og styttist óðfluga.

Ég ætla að gefa ykkur nokkrar hugmyndir að annaðhvort Bóndadags gjöfum eða einhverju sem þarf ekki að kosta mikið og jafnvel ekkert til þess að gleðja elskuna ykkar.

DEKURPAKKI FYRIR HANN:

Klassísk og dásamleg gjöf er að bjóða elskunni sinni í dekur í spa. Í Bluelagoon Spa í Hreyfingu er til dæmis glæsilegur dekurpakki á tilboði núna (tilboðið er til sölu til 20.janúar).

Dekurpakkinn inniheldur 50mín heilsu- & slökunarnudd og kísilleirðmeðferð á aðeins 11.900kr (fullt verð er 18.400kr)

500x250-bóndadagur (1)

Hægt er að versla gjafabréfin á netinu HÉR en ef þið komið í Spaið að kaupa gjafabréfin væri nú gaman að heyra ef þið sáuð bloggið eða sáuð þetta á snappinu mínu 🙂 

 

HEIMADEKUR

Að gera eitthvað kósý heima finnst mér alltaf mjög rómantískt og þarf ekki að kosta mikið og jafnvel ekkert:) 

Láta renna í heitt bað og kveikja á kertum og slökunartónlist og hafa þetta tilbúið fyrir bóndann þegar hann kemur heim úr vinnunni, elda svo góðan mat og eiga notalega kvöldstund saman heima. Litlu hlutirnir krakkar, litlu hlutirnir! 

romantic-RES0217

 

ÚT AÐ BORÐA

Þið sem eruð barnlaus (eða þið sem eigið börn og getið fengið pössun) þá er klárlega málið að skella sér út að borða á góðan veitingastað, ég myndi hiklaust panta borð á uppáhalds veitingastaðnum hans! Fara svo jafnvel í góðan kokteil eftir matinn og ef þú vilt vera extra flott á því að vera búin að bóka hótelherbergi fyrir nóttina.

 

En það svo vill svo “óheppilega” til að við Fagurkera stelpurnar ætlum akkúrat að skella okkur í húsmæðraorlof yfir helgina svo það verður ekkert rómantískt kvöld með köllunum okkar þetta árið. En ég mun að sjálfsögðu gera eitthvað fyrir hann þó það verðir að bíða betri tíma, ég veit hann fyrirgefur mér það þessi elska þar sem hann mun fá endurnærða konu heim aftur úr góðu helgafríi;)

 

þórey undirskrift

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply