Lífið Tinna

Bless 2016, hæ 2017!

Ég geri stundum langa statusa á Facebook á gamlársdag, en ákvað að nýta tækifærið og skella bara í bloggfærslu í þetta skiptið.

2016 var mjög stórt ár. Það var erfitt, skemmtilegt, stressandi, yndislegt, ósanngjarnt.. ég gæti lengi talið áfram en árið var eiginlega svolítill rússíbani vegna veikinda pabba míns. Ég persónlega fíla ekki stóra rússíbana og kann ekkert voða vel við að vera föst í einum svoleiðis, tilfinningalega séð.

En það jákvæða við 2016 var í hnotskurn:

-Við Arnór seldum íbúðina okkar og keyptum okkur nýja á Völlunum, en flytjum svo kannski aftur núna árið 2017 haha! Úff þetta flutningavesen sko….

-Við Arnór giftum okkur þann 26 ágúst síðastliðinn. Það var án efa yndislegasti dagur ársins <3

-Arnór kláraði rafvirkjann núna í des og er kominn með frábæra vinnu

-Ég er að útskrifast úr mínu námi í feb en kláraði prófin í des og bíð spennt eftir útskrift..

-Elín Kara varð eins árs þann 8. okt

-Óli Freyr varð þriggja ára núna 26. des

-Bróðir minn varð þrítugur í feb og við fórum í awesome bústaðaferð

-Fimmtudagshittingarnir með bestu ofurmömmunum mínum hafa haldið geðheilsunni í lagi, þær eru einfaldlega bestar..

-Ég gerði snapchattið mitt public 22. september (já ég er dagsetningarperri muniði) og það hefur verið mjög gaman að þessu öllu saman 🙂

-Ég byrjaði í Fagurkerum í lok okt 2016, þvílík snilld sem það er og vá hvað ég er spennt fyrir komandi tímum hjá okkur Fagurkerum <3

-Svo var það elsku Glasgow. Fór þangað í áttunda skiptið í september með mömmu, ömmu og öllum mágkonum mínum! <3 Yndisleg ferð!

-Óli Freyr minn toppaði svo allt með að hætta loksins með bleyju núna fyrir nokkrum dögum og finnst fátt eins skemmtilegt eins og að fara á klósettið og fá límmiða í verðlaun..svaka sport 😉 <3

-Svo eru það allar yndislegu stundirnar sem ég hef átt með fjölskyldunni og vinum en þær eru mjög margar og ómetanlegar.

 

Þegar það koma upp veikindi eða einhver áföll þá fer maður svolítið að horfa á lífið með öðrum augum. Ég hef aldrei upplifað mig svona mikla vofu áður, ég er stundum bara á autopilot ef ég á að reyna lýsa því en ég reyni mitt besta að halda höfðinu hátt, vera jákvæð og NJÓTA hverrar einustu stundar í lífinu. Það sleppur enginn lifandi og því er mikilvægt að lifa lífinu og ekki spá of mikið í dauðum hlutum eins og t.d. peningum. Ég er búin að snarminnka hugsanir um peninga og bara almennar áhyggjur yfir höfuð og er meira að vinna með „þetta reddast“ þessa dagana. Ef maður á þak yfir höfuðið og mat á borðinu þá er maður ríkari en mjög margir í heiminum og maður á að vera þakklátur fyrir allt sem maður á en ekki væla yfir því sem maður á ekki. Ég hef hugsað alltof lítið um útlitið og heilsuna undanfarna mánuði og ætla að bæta það upp 2017, því þá mun mér líða miklu betur andlega.

Ég er spennt fyrir 2017 en ég er líka stressuð, en ég ætla að tækla þetta allt saman með jákvæðni og bjartsýni, það þýðir ekkert annað 🙂

Takk fyrir árið 2016 elsku fjölskylda, vinir og fylgjendur. Þið eruð best <3

 tf

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply