Já, ég lýg því ekkert þegar ég skírði færsluna besti heitirétturinn!
Ég hef gert þennan rétt marg oft í veislum og klárast hann alltaf upp til agna og er ég alltaf beðin um uppskrift.
Svo hér er hún komin á rafrænt form:
Innihald:
2x mexíkó ostur (ég hef vanalega notað texmex ost en hann var ekki til og þessi réttur varð ekkert síðri)
1x skinku og beikonostur
1 líter rjómi
Tæpir 2 pakkar brauðtertubrauð
1 pakki niðurskornir sveppir
3 pakkar pepperóní
1 stór beikon pakki
Rifinn ostur
Aðferð:
Bræða í potti alla ostana með rjómanum á lágum hita, þegar það er orðið vel bráðið bætið þið niðurskornu beikoni út í og leyfið að malla dágóða stund. Bætið svo niðurskornu pepperóní og sveppum við allt saman og leyfið því að vera smá stund í rjóma sósunni svo bragðið blandist vel saman.
Rífið þar næst brauð í bita og leggið þett í botninn á eldföstu móti. Hellið rjómasósunni yfir og setjið svo annað lag af brauði og svo koll af kolli.
Í lokin stráið þið rifnum osti yfir allt saman og setjið inn í ofn í um það bil 20 mínútur eða þar til osturinn er vel bráðinn og gullinn.
Verði ykkur að góðu
4 Comments
Jóna S. Möller
5. October, 2017 at 10:30 amHæ
steikiru beikonið áður en þú setur það saman við ?
kv
Jóna
Aníta Estíva
7. October, 2017 at 3:41 pmHæhæ ég hef áður steikt það en í þetta skipti prófaði ég að sleppa því og setti það bara ofan í rjomasósuna og leyfði því að malla þar í dágóða n tíma og svo fer rétturinn í ofn í um 20 mínútur og beikonið var alveg eldað í gegn ?
Ásdís
6. October, 2017 at 2:41 pmJá væri líka til að vita hvort að beikonið sé sett hrátt útí eða ekki.
Aníta Estíva
7. October, 2017 at 3:41 pmHæhæ ég hef áður steikt það en í þetta skipti prófaði ég að sleppa því og setti það bara ofan í rjomasósuna og leyfði því að malla þar í dágóða n tíma og svo fer rétturinn í ofn í um 20 mínútur og beikonið var alveg eldað í gegn ?