Diy Matur Tinna

Besta túnfisksalatið í bænum – ótrúlega hollt & gott

Ég var að byrja í svaka átaki núna 15. ágúst. Ég er með það skemmtilega markmið að ég ætla að missa 9 kíló á 9 mánuðum. Ef mér tekst það þá mun ég vera jafn þung & ég var áður en ég var mamma. Auðvitað skipta kílóin ekki öllu en þetta er eitthvað sem mig langar virkilega mikið að gera & ég má alveg við því að missa nokkur kíló 🙂

Síðustu tvö árin hafa verið mér mjög erfið & ég hef alltaf notað það sem einhverskonar afsökun fyrir því að leyfa mér að borða ógeðslega óhollt, sem er alls ekki nógu gott! Þannig að núna er ég að súpa seyðið eftir alla óhollustuna & ætla mér að komast í flott form fyrir sumarið 2018. Ég meina hey, ég verð þrítug á næsta ári & það er aldrei of seint að taka sig á! Betra seint en aldrei, right….? 😉

Allavega. einu sinni var staður niður í bæ sem hét að mig minnir Beyglubarinn, hann er því miður ekki til lengur sem er algjör synd, en þar var verið að selja alveg ótrúlega góðar beyglur. Á þessum stað smakkaði ég beyglu með túnfisksalati sem er einmitt efni þessarar færslu!
(Ok ég smakkaði ekki bara, heldur fékk mér svona beyglu mjög oft áður en staðurinn lokaði, mjög, mjög oft..)

Þetta túnfisksalat var svo ótrúlega gott að ég ákvað að reyna prófa gera það sjálf heima eftir að staðurinn lokaði & ég varð ekki fyrir vonbrigðum þó svo að ég segi sjálf frá. Ég var að gera þetta salat núna áðan, en hef aðeins gert það nokkrum sinnum áður & það er mjög langt síðan ég gerði það síðast, en núna er ég búin að “mastera” það & það er svo gott að það er fáránlegt, því það er svo hollt, það er nú ekki slæmt að háma í sig einhverju sem er bæði hollt & gott! 

 

Það sem þarf í þetta túnfisksalat:

3 egg

Jalapeno – ég setti c.a. 8 stór

1 túnfiskdós – ég nota túnfisk í vanti

Kotasæla – ég notaði c.a. hálfa stóra dollu

1 grænt epli (þessi súru, mmmm) – ég reyndar notaði bara hálft núna því þetta var risastórt epli

Krydd – venjulega nota ég Season all, en ég átti það ekki til núna þannig að ég notaði kjúklingakrydd & það var mjög gott

 

 

Þið þurfið eflaust enga aðferð, en það þarf bara að sjóða eggin, kæla þau & svo skera, síðan eru eplin & jalapenoin skorin niður & öllu blandað saman við kotasæluna & túnfiksinn & að lokum er kryddað.

Mér finnst þetta svo sniðugt því þetta er meinhollt & því tilvalið sem t.d. hádegismatur 1-2 í viku 🙂 Svo er hægt að setja salatið á svo margt, núna setti ég það á 2x próteinbrauðsneiðar en svo er líka gott að nota hrökkbrauð & nánast hvaða kex sem er.

 

20799534_10154987977649422_795622626343271814_n

 

Verði ykkur að góðu & vonandi finnst ykkur þetta jafn gott & mér.

 

 

Fylgið mér á Snapchat, Instagram & Facebook: tinnzy88

 

 TF

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply