Hrönn Lífið Matur

Bernaise sósan góða

Ég elska sósur ! Ég er án gríns sósusjúklingur og mér finnst heimagerð bernaise sósa algjört æði. 

Þar sem ég er oft að baka franskar makkarónur á ég oft helling af eggjarauðum sem er tilvalið að nota í bernaise sósu. 

Ég hef oft verið að gera þessa sósu á snapchat og fæ alltaf spurningar um uppskriftina. Þessi uppskrift er mjög einföld og ekkert mál að gera hana. Ég nota alltaf hrærivél til að gera mína sósu en það er bókað hægt að nota handþeytara líka. 

Bernaise sósa , f. 4-8 (fer eftir því hversu sósusjúkt fólkið er)

  • 500g smjör
  • 8 eggjarauðu
  • 1,5 mtsk bernaise essence
  • 1 mtsk estragon krydd
  • 1 tsk nautakraftur í duftformi
  • salt og svartur pipar eftir smekk

Byrjið á því að bræða allt smjörið og hella því í plastkönnu eða ílát sem hægt er að hella smjörinu úr. 

Setjið eggjarauður á hrærivélaskálina og þeytið aðeins í um 10-15 sekúndur. 

Setjið hrærivélina á minnsta styrkinn og hellið smjörinu í mjórri bunu útí eggjarauðurnar. Þetta á að gera hægt og alls ekki skella öllu smjörinu útí. 

Bætið útí blönduna bernaise essence, estragon, kjötkrafti, salti og pipar. Mikilvægt að smakka til og bæta við eftir smekk, mjög misjafnt finnst mér hvað þarf mikið af hverju. 

Berið fram með öllu mögulegu, t.d. kjöti, fiski, grænmeti, hamborgurum, samlokum…….

Endilega addið mér á snapchat ef þið viljið sjá meira af djúsí sósum – hronnbjarna 🙂 

 

hronn

 

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply