Heilsa Lífið Tinna

Baráttan við síðustu kílóin

Ég er að berjast við það að ná síðustu kílóunum af mér eftir að hafa eignast börnin mín.

Þegar ég var ólétt af Óla Frey þá þyngdist ég um TUTTUOGÞRJÚ kíló. Þetta var fyrsta barn og ég var lítið sem ekkert að spá í þessu, hélt að ég myndi bara eignast hann og búmm, verða eins og áður! (Ok, kannski ekki bókstaflega en hélt ég þyrfti nú lítið að hafa fyrir þessu).

Já kannski best að taka það fram að ég er alveg opin bók um það hvað ég er þung. Ég var 69 kíló þegar ég varð ólétt af honum og mjög ánægð með mig sjálfa og markmið mitt er einmitt að verða 69 kíló aftur eða helst aðeins neðar þannig að ég sé alltaf undir 70 kg. Ég veit alveg að kílóin skipta ekki öllu máli og oft litlu máli, en ég ætla miða við kg því mig langar til að vera jafn þung og ég var áður en ég varð mamma. Veit ekki af hverju, mig bara langar það 🙂

Ég var með mjög mikinn bjúg í lok meðgöngunnar og leið eins og hval haha. Ég pældi ekkert í matarræðinu og át mitt nammi, snakk og óhollustuna eins og hún leggur sig eins og ég fengi borgað fyrir það.. og auka salt takk! Svo er ég pepsi-isti, ég elska pepsi og ég var svona fíkill, allt eða ekkert og drakk BARA Pepsi, já ég viðurkenni það alveg.

img_9207nnn

Þessi mynd var tekin á aðfangadag 2013, missti svo vatnið kl 11 á jóladag.

Hann kom svo í heiminn (með bráðakeisara) og kg runnu af á örfáum dögum og ég hélt þetta yrði bara no problemmo. En nei svo kom stopp. Ég var dugleg í matarræðinu, ógeðslega dugleg að labba með vagninn á hverjum einasta degi en ég var bara föst í 72 kg. En ég var komin á gott ról í ræktinni og ætlaði að ná þessu.

Svo varð ég ólétt af Elínu Köru og ég vissi að ég þyrfti að byrja upp á nýtt aftur seinna. Þyngdist bara um 12 kg á þeirri meðgöngu, enda aðeins meðvitaðri um þyngdina, ætlaði ekki að þyngjast um meira en 18 kg helst (12-18 kg er normið fyrir konu í kjörþyngd minnir mig). Var mjög ánægð með þessi 12 kg (var samt alls ekki í neinni megrun eða neitt þannig, ég bara lá ekki ofan í nammipokanum haha) og ætlaði sko að detta í 69 kg sem fyrst.

img_7235

Þessi mynd var tekin nokkrum dögum áður en ég átti Elínu, ég var með lítinn sem engan bjúg þarna, enda sparaði ég saltið í þetta skiptið..

Hún kom í heiminn, með keisara alveg eins og bróðir sinn..maganum mínum og vöðvum hans ekki til mikillar gleði.

Ég var lengi föst í 75 kg en er smá saman að skríða niður á við eftir að ég ákvað fyrir 1.5 mánuði að það gengi ekki lengur að byrja og hætta í átaki eins og ég skipti um nærbuxur. Þetta verður að vera lífsstíll og maður verður að átta sig á því að þetta er ekki spretthlaup heldur maraþon. Ég veit það hljómar eins og gömul klisja en það er satt og strax og ég fór að vera þolinmóð og hugurinn var í lagi (lykilatriði) þá byrjaði mér að ganga betur!

Hún er eins árs núna og ég er að vigta mig 1x í viku og leyfi Snapchat fylgjendum Fagurkera að fylgjast með því á miðvikudögum, ég er að því til þess að peppa mig upp í að halda áfram að standa mig vel í matarræðinu og svo finnst mér sjálfri mjög gaman að fylgjast með fólki sem leyfir manni að fylgjast með sér í svona átaki. Hef fengið mörg skemmtileg skilaboð um að fólki finnist þetta mjög peppandi, að sjá mig vigta mig. Þetta er líka í blíðu og stríðu og stundum stend ég í stað eða er búin að bæta á mig nokkur hundruð grömmum, en þá girði ég mig bara og stend mig enn betur 🙂

Ég vil taka það fram að ég er ekki og hef aldrei verið í neinum öfgum. Ég reyni að borða hollt og svo er nammidagur á laugardögum og þá ét ég eins og svín, bókstaflega haha. Ég gæti þetta aldrei ef ég fengi ekki nammidag þar sem ég er algjör nammi- og óhollustugrís og nýt mín í botn á laugardögum og drekk mitt pepsi! <3 😀

Jæja ég ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum og hafa þetta mikið lengra en ég veit að það eru margar mömmur þarna úti sem eru að ströggla við kílóin eftir meðgöngu/r og það er bara mjög erfitt að skafa þetta af.

Langar að taka það fram að þyngd og BMI er það asnalegasta sem ég veit, en ég er sem sagt í ofþyngd samkvæmt BMI (sem mér finnst vera mjög fyndið) og verð enn í ofþyngd þegar ég er komin í draumaþyngdina?!?! EKKI taka mark á BMI elsku fólk 🙂 Markmið mitt er 69 kg og það léttasta sem ég hef verið undanfarin 10 ár var 65 kg og fólk spurði hvort ég vildi ekki fara fá mér samloku..samt segir BMI að ég megi vera 54-68 kg og kjörþyngd mín sé 61 kg ! Það er misþungt í fólki pundið og ég er klárlega með þung pund og ætla ekki að leyfa BMI sem er yfirleitt með sömu reiknivél fyrir konur og karla að láta mér líða illa yfir mér og mínum kílóum! 😉

Status: 71,5 kg.
Markmið: Undir 70 kg.
–> Going slow but steady!

Þeir sem vilja fylgjast með “Weigh in wednesday” (ég veit ég er lúði haha..) addið Fagurkerum á snapchat:  fagurkerar

P.s. einn daginn mun ég koma með færslu þar sem ég sýni fyrir og eftir myndir af mér, en ég ætla fyrst að ná mínum markmiðum áður en ég geri það 🙂

tt

You Might Also Like