Barnatíska Hrönn Lífið

Baker by Ted Baker

Ég ætla aðeins að segja ykkur frá uppáhalds barnafatamerkinu mínu sem er Baker by Ted Baker. Þetta eru alveg ótrúlega falleg föt á börn frá fæðingu og upp í 16 ár aldur og skiptist línan í 3 flokka.

 

Screen Shot 2017-03-03 at 23.04.08

Ungbarnastærðin er frá fæðingu til 24 mánaða aldurs og barnastærðirnar skiptast í yngri börn sem eru 1-6 ára og eldri börn sem eru 4-16 ára. Í þessari línu eru föt, sundföt, skór og útiföt ásamt allskyns aukahlutum. 
240020711505Þar sem ég á eina nokkra vikna skvísu heima er ég auðvitað mest að spá í ungbarnafötunum og á nú þegar slatta af fötum frá þeim. Nú þegar ég er að skoða stærri stærðirnar líka sé ég að mikið af fötunum koma bæði í ungbarnastærðum og stærri stærðum þannig að það er hægt að klæða systkini í eins föt sem mér finnst ofsalega krúttað alltaf. 

240020815206Þessi föt er hægt að kaupa í Debenhams í London, bæði í versluninni og svo á heimsíðunni hjá þeim. Það er mjög þægilegt að versla á heimasíðunni og fá þetta sent beint á hótelið til sín en eins eru þeir með flotta Ted Baker deild bæði á Oxford street og eins í Westfield verslunarmiðstöðinni.

 

Screen Shot 2017-03-03 at 23.40.28

 

Þessi föt eru á mjög fínu verði og sérstaklega núna þar sem gengið er mjög hagstætt til að versla í Bretlandi. Einnig eru oft útsölur, bæði á netinu og eins í búðunum þannig að það er vel hægt að gera mjög góð kaup. Þeir voru einnig að byrja með nýja línu af rúmfötum sem eru mjög falleg. 

 

239020815294

 

Ég mæli klárlega með því að þið kíkið á þessa dásemd ef þið eigið leið um London á næstunni 🙂

 

 

Screen Shot 2017-02-25 at 20.02.39

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply