Heimilið Tinna

Baðherbergið gert upp frá A-Ö. Fyrir- & eftirmyndir

 

Við fjölskyldan fengum nýjú íbúðina okkar afhenta 15. júlí síðastliðinn & við tóku framkvæmdir & make over fyrir íbúðina.

Við vissum það þegar við ákváðum að bjóða í íbúðina að það þyrfti að gera upp baðherbergið….eða okey það ÞURFTI ekki, en það var kominn tími á að fríska upp á það. Þannig að við ákváðum að fara all in & gera það fokhelt & gera allt upp á nýtt. Ég meina við höfðum gert það 1x áður fyrir tveimur & hálfu ári þannig að af hverju ekki að gera það bara aftur því það er svoo skemmtilegt að vera bað- & klósettlaus & gista annars staðar í tvær vikur……..en án gríns svo mikið þess virði, eftir á! 😉

Við erum búin að gera mjög mikið fyrir íbúðina á stuttum tíma en þessi færsla snýst bara um baðherbergið & svo kemur færsla seinna með fyrir- & eftirmyndum af allri íbúðinni.

Við keyptum allt sem þurfti fyrir baðherbergið áður en við fengum afhent því við vildum vinda okkur beint í það að byrja strax & við fengum afhent þannig mér fannst pínu spes að vera að versla fyrir baðherbergið áður en við fluttum inn því ég hafði bara skoðað það mjög stutt tvisvar sinnum & átti eina mynd. En sem betur fer klikkaði ekkert hjá okkur & við gætum ekki verið ánægðari með útlitið & útkomuna.

Við keyptum vörur fyrir baðherbergið aðallega í Bauhaus, Ikea & í Húsasmiðjunni. Við keyptum flísarnar í Bauhaus, innréttingarnar í Ikea & svo baðkarið, blöndunartækin, handklæðaofninn & þess hátt vörur í Húsasmiðjunni. Einnig skiptum við um gluggann sem var orðinn hálf slappur greyið.

Arnór braut niður flísarnar sjálfur en svo fengum við múrarameistara til þess að flísa & auðvitað pípara til að pípa 😉 En það sparaði okkur mikinn pening að Arnór tók flísarnar af sjálfur.

Ég hreinlega gæti ekki verið ánægðari með baðherbergið & ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli. 

 

41dfac9faeca8e690118628a9d58dc89502006fd
Fyrir breytingarnar

 

21151458_10155020725959422_2175995888044496257_n
Verk í vinnslu. Þarna er búið að skipta um gluggann.

 

21105698_10155020725994422_539869339789108219_n
Allt að gerast!

 

21230762_10155023620119422_3053656583164528643_n
Nýi glugginn

 

21231658_10155023620689422_4236960291497042085_n
Búið að flísa & þá vantar bara baðtækin! 

 

21106558_10155023620054422_1726888629717096929_n
Marmara flísar, finnst þær æði! 

 

21151195_10155023619944422_8413392516645289519_n
Handklæðaofninn kominn upp. Áður var venjulegur ofn niðri þannig það þurfti að brjóta upp í steypuna.

 

 21151217_10155023619819422_7867565958878124213_n
Komin með upphengt klósett & aðeins búin að sjæna flísarnar! Mig hafði dreymt um að eignast þessar flísar í nokkur ár & er alveg rosalega ánægð með þær <3

 

21192950_10155023620084422_784620259158609017_nLoftlistinn

 

21151538_10155023622009422_7004644815797487249_n
Sturtan góða. Við Arnór erum ekki baðfólk en settum bað fyrir börnin, en þessi sturta er draumur!!

 

21106868_10155023619769422_4126062762068087795_n

21150370_10155023622134422_7146891569594693725_n

 

21191937_10155023620164422_5389726548104564082_n

 

21106869_10155023619869422_5814709876988994512_n

 

21106687_10155023623839422_7240319393306154284_n

21125723_10155023623079422_284854110722791669_o Lokaútkoman

 

Það er tvennt sem mig langar að nefna við ykkur sem eruð í framkvæmdagír: reynslan mín er sú að þetta tekur alltaf lengri tíma en maður heldur & kostnaðurinn fer alltaf langt yfir áætlun. Það er allavega mín reynsla eftir að hafa nú gert upp tvö baðherbergi. Ég er alltaf með nákvæmt skipulag hvað varðar fjármál & var búin að gera ítarlegan lista með áætluðum kostnaði & fannst ég gera alveg rúmlega alls staðar en svo bara kemur upp aukakostnaður hér & þar. T.d. vorum við með tilboð frá flísara, en föttuðum svo ekki að bæta ofan á það öllu efninu sem hann notaði & þurfti að kaupa. Bara smá tips sem gott er að hafa í huga 🙂

 

 

Fylgið mér á Snapchat & á Instagram: tinnzy88

 

TF

 

You Might Also Like

9 Comments

 • Reply
  Halla
  2. September, 2017 at 11:44 am

  Hvar fékkstu blöndunartækin í baðið/sturtuna?

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   2. September, 2017 at 12:03 pm

   Húsasmiðjunni 🙂

 • Reply
  Marta Sigurðardóttir
  8. September, 2017 at 11:27 pm

  Hvaðan er glugginn?

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   11. September, 2017 at 12:08 pm

   SB gluggasmiðjan ?

 • Reply
  emma
  16. March, 2018 at 11:45 pm

  rosalegt flott!!! hvað kostaði öll þessi endurnýjun?

 • Reply
  Hulda
  6. June, 2019 at 12:58 am

  Hvar fékkstu sturtuglerið

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   28. July, 2019 at 5:55 pm

   Húsasmiðjunni

 • Reply
  Inga Rósa Joensen
  24. August, 2019 at 6:03 pm

  Hvaða verkfæri voru notuð til þess að fjarlægja flísarnar og baðkarið? Mjög flott útkoma hjá ykkur !

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   9. September, 2019 at 1:23 pm

   Sæl,

   Takktakk.
   Maðurinn minn notaði flísafleyg (á brotvél) 🙂 Leigðum brotvél.

  Leave a Reply