Börn og uppeldi Börnin Hrönn

Baby brezza – algjört snilldartæki

Ég fjárfesti um daginn í algjöru snilldartæki sem heitir Baby brezza formula pro og bara varð að skella í færslu og segja ykkur frá því. Ég keypti mitt tæki í Tvö líf í Glæsibæ 🙂 

Þetta er tæki sem virkar eiginlega eins og kaffivél nema að það er fyrir pela. Tækið hitar vatn uppí rétt hitastig og blandar við það réttu magni af þurrmjólk og eina sem þú þarft að gera er að setja pelann undir og ýta á einn takka.  Það tekur einungis 10-20 sekúndur að fá fullan pela af rétt blandaðri mjólk í réttu hitastigi. 

Screen Shot 2017-07-06 at 17.06.40

Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég hefði elskað að eiga þetta tæki alveg frá því að dóttir mín fæddist og hversu mikinn tíma þetta hefði getað sparað mér !!! Hversu oft var maður að blanda mjólk sjúklega þreyttur og gleymdi sér þegar maður var að telja skeiðarnar af þurrmjólk ofaní og þurfti að byrja aftur uppá nýtt ? Það var mjög oft ! Þannig að mitt stærsta klúður var að sjálfsögðu að kaupa ekki þetta tæki um leið og hún fæddist. Ég talaði við eina mömmu um daginn sem á tvíbura og á svona tæki og hún sagði  mér að þetta væri mikilvægasta og lang mest notaða tækið á þeirra heimili og ég get sko ímyndað mér það – hún þarf að búa til tvöfalt magn af pelum og þetta ætti eiginlega bara að vera skyldueign fyrir fjölburamömmur. 

Screen Shot 2017-07-06 at 16.54.22 

Þessi vél virkar með langflestum þurrmjólkurduftum en ég er að nota Nan 1 fyrir mína núna og það er stilling 3 en það fylgir með vélinni listi yfir allar þurrmjólkurtegundir og hvaða stilling hentar fyrir hverja tegund. Það kemst ofaní vélina heill kassi af Nan mjólk eða 700g. Svo þarf bara að fylgjast með að það sé nóg vatn á vélinni og þá tekur enga stund að skella í pela fyrir litla krílið. 

Vélin passar fyrir allar tegundir af pelum og það er hægt að stilla hæðina á plötunni sem pelinn stendur á til að hann passi fyrir þinn pela. Þetta smellpassar allavega með Difrax pelunum okkar sem eru einu pelarnir sem við notum. Það er hægt að velja um 60, 120, 180, 240 og 300ml af mjólkurblöndu til að setja í pelann og það er hægt að skipta á milli stærða með einum takka sem er mjög þægilegt. Við einmitt erum oft ekki alveg viss hvað litla okkar á eftir að drekka mikið og þá er fínt að gera bara lítið í einu og bæta svo bara við í stað þess að gera meira og þurfa svo alltaf að henda restinni. 

IMG_4742

Ég er alveg ótrúlega sátt með þessa vél og sé sko ekki eftir því að hafa fengið mér hana. Mæli sko 150% með henni fyrir allar pelamömmur þarna úti sem vilja koma í veg fyrir pirring, sull og vesen við að blanda pela og spara sér helling af tíma sem þær geta nýtt frekar í svefn eða til að knúsa litla gullið sitt. 

 

hronn

You Might Also Like

1 Comment

  • Reply
    Hrafnhildur
    11. July, 2017 at 8:26 pm

    Ertu með nan 1 pro?

  • Leave a Reply