Heilsa Lífið Tinna

Átakið er hálfnað, hver er staðan? Næ ég að missa 9 kg á 9 mánuðum?

Svarið er mjög líklega nei. En ég ætla samt ekki að gefast upp, þó svo að ég sé basically búin að vera skíta upp á bak undanfarið.

Ég byrjaði í svaka átaki 15. ágúst og ætlaði mér s.s. að missa 9 kg á 9 mánuðum og núna er átakið hálfnað. Ég stóð mig mjög vel í rúma 2 mánuði en er búin að ver drolla við þetta síðan í lok okt og ætli ég sé ekki búin að missa svona 2-3 kg samtals núna (hef ekkert vigtað mig núna í smá tíma og langar það í raun ekkert eftir jólasvindlið hehe).

En á ég að segja ykkur? Mér er eiginlega alveg sama hvort ég missi 5, 6, 7, 8 eða 9 kíló (ok, þarna sjáið þið að mér finnst 5 kg lágmarkið og vona að ég nái amk því). Ég veit bara að ég ætla ekki að gefast upp og þann 15. maí mun ég koma með bloggfærslu með lokaniðurstöðum, skelli líka í fyrir- og eftirmyndir, ef ég verð í stuði. En eins og staðan er núna þá er enginn útlitslegur munur á mér haha..en ég verð rosa sátt með 5kg + því þá er ég að mínu mati búin að standa mig vel en ég vona það svo sannarlega að ég nái 9 kg, en eins og ég segi þá er svolítið hæpið að ég sé að fara missa 6-7 kg á rúmum 4 mánuðum sem eftir eru af átakinu en ég meina hey, aldrei að segja aldrei!

Ég er alveg ákveðin í því að standa mig það sem eftir er af átakinu því núna er að duga eða drepast! Ég er að byrja í ræktinni núna á fimmtudaginn og ætla að mæta 3x í viku og taka líka matarræðið alveg í gegn aftur eftir alltof langt svindl!

Ég hlakka til að leyfa ykkur að halda áfram að fylgjast með mér á snappinu og að sjálfsögðu ætla ég að halda áfram með “WEIGH IN WEDNESDAY” alla miðvikudaga 🙂

 

Þangað til næst..

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

 

 

TF

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply