Ferðalög Hanna Þóra Heimilið Matur

Amerískar vörur í uppáhaldi

Úrvalið í amerískum verslunum er engu líkt og ég hef fallið fyrir nokkrum vörum sem ég hef sjaldan eða aldrei fundið hér heima sem ég hef kippt með mér heim frá Ameríku reglulega.
Mér er nánast sama um búðarölt í fataverslunum en gefðu mér góðan tíma og supermarkað erlendis og ég get verið þar tímunum saman að skoða 🙂
Hérna eru nokkrar uppáhalds vörur sem ég kaupi. Einhverjar eru hugsanlega til hérna heima en ef þið eruð á leiðinni til Ameríku mæli ég með því að kíkja á þessar vörur 🙂

 

13090951
Þessa dressingu frá Hidden Valley kaupi ég alltaf, hún fæst í nokkrum útgáfum, low fat, fat free, original og með allskyns auka bragði. Æðisleg á Cesar salat og með kjúklingavængjum 🙂

fb4d4892-3c6a-4a49-8804-e2bd10ed315d_1.30a08b070103feee81408163dd84b033
Þessar mini tortillur eru þær bestu sem ég hef smakkað frá Mission. Þykkar og bragðgóðar og snilld í þessa uppskrift hérna –  http://fagurkerar.is/street-tacos-med-bbq-og-lime-kjukling/

Það er ekkert mál að setja þær í frystinn og annað sniðugt ráð er að nota þær í mini pizzugerð fyrir börnin eða veisluna 🙂

nabisco-oreo-cookie-sticks-n-creme-dip-6-handi-snacks
MMMM… Oreo lovers verða ekki sviknir af þessari snilld. 6 pakkar af kökum með lítilli dýfu. Örugglega vinsælt í afmæli eða lautarferð.

JV_July_13_02_3-Urgent-Things-You-Need-to-Know-About-Goldfish-Crackers

Margir þekkja fiskakexið góða en í ameríkunni stóru er úrvalið svakalegt! Hvað bragð má bjóða þér? Pizza? Pretzel? Litríka? Cheddar? Prinsessu (hvernig sem það bragðast svosem :/ )?

693d4c89967b3d1e3ef0eb77b669a0aa
Babybel ostinn þekkja margir en hvað ef ég segði við ykkur að í stórmörkuðum er hægt að fá allskonar tegundir af babybel :O
Gouda, Mozzarella, Cheddar,Light ?
Snilld fyrir krakkana í nesti 😉
90472900-9cc5-4161-b56c-3684923af869_1.5557c64067a399ad09aa46a2f14cccd8

Ein af mínum uppáhalds sósum í matargerð er þessi Orange Chicken sósa frá Panda Express. Dísæt og ljúffeng og góð svona spari!

large_470c3045-9ac1-4e41-af57-791d6b1e4382
Boars Head Chorizo pyslunar eru svakalega góðar og koma vel innpakkaðar. Í miklu uppáhaldi með mexíkó osti eða camenbert eða einar og sér.

images
Þessir einnota tannburstar eru algjör snilld í veskið og eru með innbyggðu tannkremi og tannstöngli. Max fresh on the go eru orð með sönnu!

81Mlt74eN1L._SY550_

Svona afþví að við erum í Fresh breath deildinni þá eru þessi myntublöð mesta snilld í heimi. Fer ekkert fyrir þeim og maður setur þau uppí góminn. Ekkert smjatt, ekkert tyggjó, bara ofur ferskur andardráttur 😀 ?

6e5dbbae-6a37-4894-9668-cb96

Þessum blautþurrkum fyrir swiffer moppuna má alls ekki gleyma en þetta er algjör snilld fyrir dagleg þrif og einfalt í notkun. Það er græn lína á þeim úr aðeins grófari efni sem hentar vel til að taka harða bletti án þess að rispa gólfið.
91UxuX7OiOL._SY355_
Ég sýni oft nýjar vörur á snappinu mínu ef ég finn eitthvað sniðugt í ameríku og tek með heim.
Notendanafnið mitt er Hannsythora 🙂

 

HANNSYTHORA

HANNSYTHORA

Hanna

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply