Gjafahugmyndir Lífið Þórey

Aftur til fortíðar – Casio úr frá Jóni & Óskari

Þegar ég var 10 ára (að mig minnir) þá fékk ég Casio úr í afmælisgjöf frá foreldrum mínum. Ég man að það var silfurlitað tölvuúr. Í minningunni fannst mér ég hafa fengið úr frá þeim óþarflega oft í afmælisgjöf! Þá er ég að meina að mér fannst þetta ekkert sérstök gjöf og fannst þetta úr ekkert voðalega töff né kúl.

Nú um 25 árum seinna þá gerðist svolítið sem ég hefði seint trúað að myndi gerast… já ég keypti mér CASIO úr!

Í sakleysi mínu ætlaði ég nú bara að kíkja inn í Jón & Óskar í Smáralindinni að segja hæ við eina af mínum bestu vinkonum, hana Ragnheiði sem er verslunarstjóri þar. Ég var ekki lengi að byrja að glugga í  hillurnar því ég hef alltaf haft mjög gaman af því að kíkja í skartgripabúðir að skoða.

Kem svo auga á Casio glerhillu stútfulla af fallegum úrum. Hmmmm… mig langar í úr!

Ég var ekkert að fara að kaupa mér úr, það bara gerðist! Ég hljóma nú eins og fjögurra ára dóttir mín sem segir alltaf “þetta gerðist bara” ef hún gerir eitthvað sem hún veit að hún hefði kannski ekki átt að gera.

En ég var bara svo hissa þegar ég sá verðin á úrunum, að ég hugsaði að ég gæti nú alveg réttlæt þessi úrakaup fyrir alheiminum (nánar tiltekið manninum mínum). Úrið sem ég keypti mér kostar ekki nema um 9.800kr. sem mér finnst ofboðslega gott verð fyrir fallegt úr. Þau koma í gulli og silfri, með mismunandi lituðum skífum og í nokkrum stærðum. Svona úr væri tilvalin gjöf!

úrið

Góð gjafahugmynd

Núna sit ég heima hjá mér að drekka kaffibollann minn, 35 ára gömul að blogga um nýja ógeðslega töff Casio úrið sem ég keypti mér í gær… óskandi þess að ég ætti ennþá úrið sem ég fékk í afmæligjöf þegar ég var 10 ára.

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply
  Inga Björk Matthíasdóttir
  11. March, 2017 at 1:21 pm

  Alltaf gaman að líta til baka 🙂

  • Þórey Gunnars
   Reply
   Thorey
   12. March, 2017 at 12:31 pm

   Já það er líka ótrúlegt hvað mamma og pabbi eru miklu meira “kúl” núna en mér fannst þau í denn! haha:)

  Leave a Reply