Afmæli og veislur Barnatíska Börn og uppeldi Börnin Gjafahugmyndir Hrönn Lífið

Afmælisgjafahugmyndir fyrir 1.árs

Nú er Emblan mín að verða 1.árs í næstu viku ! Vá hvað ég trúi því varla, tíminn hefur sko flogið áfram það er búið að vera svo gaman hjá okkur. En núna þessa dagana er ég að bjóða fólki í afmælisveisluna hennar og þá fæ ég alltaf þessa klassísku spurning – hvað á að gefa henni í afmælisgjöf? Ég ákvað því að taka saman smá lista með hlutum sem væri mjög sniðugt að gefa í 1 árs afmælisgjöf. Þessi færsla er á engan hátt kostuð heldur bara listi af hlutum sem við eigum eða sem mér datt í hug.

 

Sparkbíll

Mér finnst þetta æðislega sniðug gjöf sem endist mjög lengi og er skemmtileg fyrir krakka á öllum aldri. Það skemmir svo alls ekki fyrir hvað bílarnir eru fallegir og sóma sér vel sem stofustáss í leiðinni.

Embla fékk einmitt svona bíl í skírnargjöf og ég var lengi vel bara með hann í stofunni sem skraut. Þessir bílar eru til í nokkrum litum og gerðum og fást m.a. í Petit

 Screen Shot 2018-01-02 at 10.37.47                                         

Dúkkuvagn

Það finnst mörgum krökkum gaman að eiga flottan dúkkuvagn og þau eru einmitt farin að geta aðeins leikið með hann við 1 árs aldurinn. Þessi gjöf endist líka lengi þar sem þau geta leikið með vagninn í mörg ár. Mín skvísa fékk svona hvítan dúkkuvagn í jólagjöf og ég elska hann !!! Þessi fæst m.a. á IamHappy.is

 Screen Shot 2018-01-02 at 10.36.42

 

Nike baby flex skór

Þar sem flest börn fara að ganga einhverstaðar í kringum 1 árs aldurinn er mjög sniðugt að gefa góða skó. Nike flex ungbarnaskórnir fá mjög góða dóma og eru mjög þægilegir og léttir. Það fæst eitthvað af svona skóm í Útilíf þó að mesta úrvalið sé líklegast erlendis. Emblu langar rosalega í svona skó og finnst báðir þessir litir algjört æði.

 Screen Shot 2018-01-02 at 10.06.19 Screen Shot 2018-01-02 at 11.32.33

Bangsi frá Jellycat

Öll börn elska bangsa sem er hægt að þvælast með um útum allt og nota sem leikfélaga og svo skreyta þeir herbergið í leiðinni af því þeir eru svo fallegir. Embla á eina stóra kanínu, eina meðalstóra og 2 litlar sem er allar alveg æðislegar en langefst á óskalistanum hennar núna er sko þessi stóri einhyrningsbangsi. Það sem það verður einhyrningaþema í veislunni hennar þá passar það einstaklega vel. Jellycat bangsarnir eru til í allskonar stærðum og gerðum og eru allir svo mjúkir og yndislegir. Jellycat bangsarnir fást m.a. í Petit.

 Screen Shot 2018-01-02 at 10.36.13

Lúlla dúkka

Þessi dúkka er algjört æði. Þetta er tuskudúkka sem líkir eftir nærveru manneskju með því að spila andardrátt og hjartslátt. Embla fékk svona dúkku í jólagjöf og ég var fyrst aðeins efins af því ég hélt þetta væri bara fyrir nýfædd börn en hún alveg elskar þessa dúkku og það er orðið mun auðveldara að láta hana sofna sjálfa eftir að við fengum dúkkuna og hún veitir henni greinilega öryggi. Svo má setja hana í þvottavélina ef hún verður skítug sem er algjör snilld. Þessi dúkka fæst í Tvö líf.

 Screen Shot 2018-01-02 at 11.33.50

Duplo kubbar frá Lego

Duplo kubbarnir frá Lego eru sérhannaðir fyrir lítil kríli, þeir eru stórir og passa vel í litlar hendur sem gerir það auðveldara fyrir barnið að kubba. Þessir kubbar eru hugsaðir frá 18mánaða og geta börnin leikið sér með þá frameftir aldri. Það er til mikið úrval af allskonar duplo sem barnið getur safnað. Þessir kubbar fást í Toys r Us

 Screen Shot 2018-01-02 at 10.48.52

Bækur

Bækur eru alltaf mjög góð gjöf og tilvalin gjöf fyrir svona lítil kríli. Þau börn sem er lesið fyrir og fá að skoða og lesa bækur reglulega eru með betri málþroska en önnur börn og því mikilvægt að leyfa börnunum að kynnast bókum sem allra fyrst. Það er til mikið úrval af góðum bókum fyrir þennan aldur. Hér fyrir neðan eru myndir af bókum sem Embla fékk í jólagjöf og við erum þvílíkt ánægð með. Vögguvísurnar mínar er algjört æði en hún inniheldur tónspilara þar sem Jón Ólafsson spilar undirspil af 10 þekktum vögguvísum og inní bókinni eru textar og myndir. 

Screen Shot 2018-01-02 at 10.55.51Screen Shot 2018-01-02 at 10.55.28 Screen Shot 2018-01-02 at 11.35.46

 

Ullarföt fyrir leikskólann/dagmömmuna

Við 1. árs aldur eru flest börn komin til dagmömmu eða á ungbarnaleikskóla og þá er mikilvægt að eiga hlý og góð föt til að nota úti. Ullin er langbesti kosturinn og ég er ofsalega hrifin af ullarfötunum frá Joha. Merino ullargallinn frá þeim er svo mjúkur að það er eins og hann sé úr flís. Ég er með mína í joha nærgalla úr blöndu af ull og silki og svo er hún í galla, sokkaskóm, vettlingum og lambhússettu úr merino ull. Joha fötin fást í Baldursbrá.

 Screen Shot 2018-01-02 at 11.39.40Screen Shot 2018-01-02 at 11.38.52Screen Shot 2018-01-02 at 11.39.16Screen Shot 2018-01-02 at 11.41.29

Matarsett

Mér finnst fallegt matarsett mjög góð hugmynd fyrir þennan aldur þar sem barnið fer að æfa sig að borða sjálft bráðlega eða er nú þegar byrjað á því. Ég elska matarsettið frá Design letters, hnífapörin frá Sebra og bleiku skýja diskamottuna frá Petit. Mín skvísa fékk svona sett í skírnargjöf og ég var svo ánægð með það.

 IMG_4339

Rúmföt

Rúmföt eru sniðug gjöf fyrir börn sem eiga nóg af öllu og mér finnst barnarúmfötin frá Lín design mjög falleg. Embla fékk einmitt eitt sett í jólagjöf frá ömmu sinni og ég var alveg himinlifandi með það. Rúmfötin frá Lin design eru úr sérvalinni bómull sem er ræktuð og unnin án eiturefna og því eru þessar vörur mjög umhverfis og húðvænar.

Screen Shot 2018-01-02 at 11.48.54 

Peningur inná bankabók

Mörg börn eiga sparireikning í banka síðan þau voru skírð og því er tilvalið að gefa inná hann pening ef manni dettur ekkert annað í hug, sérstaklega meðan þau eru svona ung að þau vita ekkert hvað er að gerast. Ef svona reikningur er ekki til gæti verið skemmtilegt að stofna hann og setja smá inná hann sem gjöf fyrir barnið.

 Screen Shot 2018-01-02 at 11.51.09

Þroskaleikföng

Allskyns þroskaleikföng sem þjálfa fínhreyfingar og hreyfiþroska eru sniðug gjöf fyrir 1.árs. Við Sæþór gáfum Emblu pakka með nokkrum leikföngum frá Fisher Price í jólagjöf sem við keyptum í Costco á mjög góðu verði og hún er ekki búin að leika sér með annað síðan um jólin.  

 Screen Shot 2018-01-02 at 11.15.51

Gjafabréf í myndatöku hjá ljósmyndara

Það er ekkert skemmtilegra en að eiga fallegar myndir af börnunum sínum. Það er því miður oft mjög kostnaðarsamt að fara til ljósmyndara og því er frábær hugmynd að gefa gjafakort uppí myndatöku í afmælisgjöf til að hjálpa foreldrunum að komast í myndatöku. Við ætlum með Emblu í cake smashing myndatöku núna fyrir afmælið hennar og ég er hrikalega spennt að sjá hvernig það kemur út. 

 _E3A9943_krissy

Þetta voru helstu hlutirnir sem mér datt í hug að væri sniðugt að gefa í 1 árs afmælisgjöf og ég vona að eitthvað af þessu geti komið að góðum notum fyrir einhvern sem er á leið í afmæli. Ég er samt að átta mig á því að þessi listi hjálpar mínum gestum mjög takmarkað af því Embla á næstum allt á þessum lista nema nike skó og jellycat unicorn hahah. En ef ykkur langar að fylgjast með afmælisundirbúningi fyrir Unicorn afmæli endilega kíkið á mig á snapchat: hronnbjarna

 hronn

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply