Afmæli og veislur Bakstur Partý Sigga Lena

Afmælis PARTÝ

Síðasta laugardag hélt ég smá afmælis partý fyrir vini mína. Þetta kvöld var með einu orði GEGGAJAÐ. Ég skemmti mér konunglega.

IMG_1710

Þar sem ég var í vinnutörn rétt fyrir helgina þá náði ég ekki að baka mikið og dúttla í eldhúsinu eins og ég er vön þegar ég er að bjóða fólki heim. Þannig ég reyndi að komast sem “léttast” út úr þessu og keypti ýmislegt og setti svo saman á borð.

21985933_10154708778256750_18249429_o

Ég hitaði upp sænskar kjötbollur sem ég keypti í Ikea og bauð fram með súrsætri sósu. Pabbi grillaði fyrir mig HOT WINGS sem kom sér svakalega vel þegar líða fór á kvöldið og kominn smá bjór í liðið. Bjó að sjálfsögðu til vefjurnar hennar Tinnu, þær slógu rækilega í gegn. Uppskrift af vefjunum má finna HÉR. Keypti snakk og þennan stóra BRIE ost sem fæst í Costco og setti súrsæta sósu yfir. Allgjör draumur, svo gott og borið fram með kexi. 

21931054_10154703543081750_1558065052_o

Ég splæsti í köku frá Sætum Syndum, þær eru mjög fallegar á borði. Oreo kaka varð fyrir valinu og bætti ég ofan á “Happy Birthday” skrautinu sem ég keypti í Wallmart. 

21909029_10154703546706750_183626043_o

Ég bjó nú alveg smá til en ég skellti í döðlugott með piparperlum. Það er alltaf klassískt og er svo dásamlega gott. Uppskriftin sem ég studdist við er frá Evu Laufey.

380 g döðlur, smátt saxaðar

250 g smjör

125 g púðursykur

80 g Rice Krispies

70 g piparperlur

150 g súkkulaði t.d. mjólkur eða suðusúkkulaði

21981746_10154708766241750_514574903_o 

Ítarlegri upplýsingar um döðlugott má nálgast HÉR

Þetta kvöld var fullt af ást og gleði og ég ætla að leyfa myndunum að njóta sín. 

22015645_10154708793791750_1698676715_o 21985858_10154708793786750_984943048_o

21981752_10154708793801750_1062511721_o 22015567_10154708793796750_182942672_o

22017109_10154708793826750_306695791_o 21985988_10154708793811750_1572711794_o

21985712_10154708793636750_376477092_o  21981859_10154708793681750_118522107_o

Takk fyrir geggjað kvöld elsku vinir <3 <3

Þangað til næst… 

Sigga Lena

signature

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply