Heilsa Lífið Matur Tinna

Af hverju fasta ég í 16 klst á sólarhring?

Eftir að ég sagði frá því á Snapchat að ég væri að fasta í 16 klst á sólarhring þá hef ég verið að fá rosalega margar spurningar út í það. Fólk sem hefur ekki prófað að fasta er mjög forvitið um þetta og margir með fordóma og halda að fasta = svelta. Þannig að mig langaði að skella í smá færslu og útskýra þetta aðeins. Ekki það að ég sé neinn sérfræðingur samt, en þá langar samt að deila því með ykkur sem ég er að gera til þess að reyna standa við markmiðið mitt: missa 9kg á 9 mánuðum! Færslan mín um það er HÉR.

Allavega, þetta snýst sem sagt um að fasta í X klst og borða í X klst. Það er engin heilög regla í þessu en 16:8 leiðin er mjög vinsæl og hún er víst algengust og persónulega finnst mér ekkert mál að fasta, en það hentar ekki öllum og því er um að gera að prófa sig áfram. Þetta virkar s.s. þannig að glugginn sem ég hef til þess að borða eru 8 klst á sólarhring. Ég er með þetta þannig að það er kvöldmatur um kl 19 og svo fasta ég eftir hann og þá er ég að fá mér morgunmat/hádegismat um kl 11 daginn eftir. Ég veit nú að það er alveg vitað mál að mælt er með að borða ekki eftir kvöldmat, en þarna er ég einmitt að fara eftir því og svo plús það að borða ekki þangað til kl 11 daginn eftir, í stað t.d. kl 7 eða 8 á morgnanna, sem ég gerði hvort sem er aldrei þannig að eini munurinn hjá mér er í raun að ég borða ekki lengur sukk á kvöldin!

 
Ég var reyndar að fatta það núna að síðan ég byrjaði að vinna 9. okt þá er ég búin að vera fasta 17:7 því ég hef verið að borða fyrst um kl 12, en eins og ég segi það er ekkert heilagt í þessu 😉

Ég hef aldrei verið morgunmatar manneskja og þess vegna finnst mér þetta frekar auðvelt. En kannski er best að taka það strax fram að það er “leyfilegt” að drekka vatn, te og svart kaffi í föstunni.

Sumir eru með þetta þannig að þeir fasta t.d. 17:7 og aðrir 15:9 o.s.frv., hver og einn verður að finna út hvað hentar fyrir sig.

En mig langar að segja ykkur af hverju ég er að þessu. Sko, að fasta er umdeilt fyrirbæri en það eru mjög margir læknar t.d. sem mæla með þessu því þetta er mjög góð hvíld fyrir meltinguna. Plúsinn er svo að þetta er fín leið til þess að ná góðum árangri ef maður er í átaki, því þá er maður ekki að troða í sig einhverju sukki eða öðru eftir kvöldmat, sem ég stundaði öll kvöld (ég er samt með nammidag á laugardögum og þá er ég ekki með neina föstunarreglu). 

En höfum eitt á hreinu, það að fasta þýðir ekki að maður eigi að borða minna, ónei, þú s.s. borðar allt sem þú átt að borða á þessum tíma sem þú ákveður að borða, t.d. hef ég 8 tíma glugga á dag til þess að borða ef ég ætla að fara eftir þessu, þannig að á þessum 8 tímum borða ég jafn mikið og ég hefði gert t.d. á 14 tímum. Þannig að = borða jafn mikið, nema bara á styttri tíma, þ.e. stutt á milli máltíða / millimála.

Það sem ég elska við þetta er að þetta er í raun að gefa mér góðan árangur en samt finnst mér ég ekkert þurfa að hafa fyrir því að fasta, mér finnst það mjög auðvelt og þegar maður er að byrja þá er það kannski erfitt í 2-3 kvöld að kveðja nammið (ég t.d. borðaði nammi öll kvöld fyrir ekki svo löngu) en svo er þetta bara ekkert mál! 🙂 Ég þoli ekki einhverja kúra og eitthvað sem á að “láta mann grennast” sem er vesen eða eitthvað sem maður þarf að pína sig í, hver og einn verður að finna það sem hentar fyrir sig! Það hentar mér t.d. rosalega vel að vera með nammidag 1x í viku og vera dugleg í matarræðinu hina dagana, á meðan það hentar sumum að vera með engar reglur og vinna með “það er allt gott í hófi” regluna. Ég hef nefnilega alveg prufað það, oft og mörgum sinnum, ég er bara svo mikið allt eða ekkert manneskja að þá leyfi ég mér bara allt og hollustan sópuð undir teppið hehe..

Ég hef prófað að vera ekki í neinu matarræðis átaki en fastað samt (s.s. sukkað feitt nema bara í þessa 8 tíma) og þá stóð ég í stað á vigtinni, en núna borða ég hollt (nammidagur 1x í viku) og þá sé ég töluna á vigtinni fara hægt og rólega niður! 🙂

Mig langar að segja ykkur c.a. hvernig einn dagur í mínu “matarlífi”:

Frá 07-12: Þrjú stór vatnsglös (um 1L) og einn Nocco.
Frá 12-19: Hádegismatur, 2-3 millimál, (t.d. flatkaka, froosh, banani) kvöldmatur og já nokkur vatnsglös.
Svo er það fastan frá kl 19 og þangað til 11/12 daginn eftir.

Jæja ég ætla ekkert að hafa þetta neitt lengra, en langar að taka það fram að maður á auðvitað ekki að fasta svona að staðaldri myndi ég segja, ég geri þetta kannski í 2-3 mánuði í einu og hætti svo í X langan tíma og byrja svo aftur þegar ég er í stuði! 😀 

 

En svona í hnotskurn þá eru kostir föstunnar að mínu mati:
-grennandi
-gott fyrir meltinguna
-borða þá ekki nammi og sukk á kvöldin
-ég drekk MIKLU meira vatn þegar ég fasta

 

Hérna eru mjög skemmtilegar upplýsingar um föstu! 🙂

 

 

Þið finnið mig á Snapchat, Facebook og Instagram –> tinnzy88

 

TF

 

 

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply