Ég fór um daginn á haustkynningu hjá Bestseller og rakst þar á alveg ótrúlega fallega peysu fyrir Emblu sem ég bara varð að eignast.
Það sem heillaði mig mest við peysuna eru litlu doppurnar í efninu sem gera hana svo sparilega og fallega. Efnið í henni er ótrúlega mjúkt og gott. Þar sem Embla á rosalega mikið af bleikum fötum hentar svona dökkblá peysa mjög vel af því mér finnst bleikt og dökkblátt passa svo fallega saman og gaman að vera í öðrum litum stundum en bara bleiku 😉
Sokkabuxurnar sem hún er í eru líka frá Name It en þær eru algjör snilld og haldast rosa vel. Þær koma líka í mjög litlum stærðum (0-2 mánaða) sem hentaði litla krílinu mínu mjög vel fyrstu vikurnar en ég var í miklum vandræðum með að finna nógu litlar sokkabuxur á hana þangað til ég fann þessar.
Flestar þeirra voru svo víðar í kringum ökklana að þær pokuðust alveg en þessar liggja þétt upp að fótunum. Það er líka stór plús að þær duga mjög lengi en núna er Embla 7 mánaða og er nýbúin að skipta yfir í næstu stærð fyrir ofan.
Inná bestseller.com er hægt að skoða ungbarnalínuna þeirra og það er ekkert smá mikið sem mig langar í þar handa litlu skottunni minni.
No Comments