Afmæli og veislur Hanna Þóra Hönnun

Æðisleg boðskort frá Indlandi – Er veisla framundan?

 

Að fá glæsilegt boðskort inn um lúguna hjá sér sem ber boð í fallega veislu er alltaf skemmtilegt .

Fallegt boðskort skapar ákveðna stemningu fyrir þeim viðburði sem er framundan og spennan magnast þegar maður fær boð í góða veislu.
Nú til dags eru ofboðslega mörg boð bara send í gegnum Facebook en persónulega finnst mér rosalega gaman að vekja þennan ákveðna vá- factor hjá gestunum.

Þegar ég gifti mig árið 2014 langaði okkur brúðhjónunum að hafa boðskortin öðruvísi og þannig að þau myndu vekja athygli.
Þeir sem þekkja mig vita að ég elska veislur, veisluskreytingar, veitingar og allt sem tengist flottri upplifun gestanna.
Fyrir valinu var Scroll boðskort frá Indlandi en þar er boðið uppá stórglæsileg boðskort á allskonar verðum og er mikil hefð fyrir því að senda stórglæsileg boðskort í brúðkaup

Boðskortin eru á allskonar verðum og hægt er að velja sér aukahluti eins og umslag, kassa eða fallegt box eftir því hvað hver og einn vill eyða í boðskortið.

S864
Við völdum svona boskort með kassa sem var í ódýrum verðflokki.

 

Það var ekkert mál að láta prenta okkar texta á boðskortið og íslenskir stafir ekkert að vefjast fyrir þeim þarna í Indlandi.

Ég fékk svo sendan tölvupóst með uppkasti sem þurfti að samþykkja áður en prentað var og þannig sáum við alveg hvernig lokaútkoman myndi verða.

Page-1
Svona var myndin í tölvupóstinum

IMG_20170117_140718

Og svona leit boðskortið út þegar það var tilbúið 🙂

Margir notuðu svo bandið utanaf scrollinu til þess að hengja boðskortið upp sem áminning um veisluna framundan.
Allir voru að tala um þetta einstaka boðskort og þetta vakti mikla lukku.

Fleiri tegundir í boði fyrir allskonar tilefni :

Skírn?

S1025

S712

Ferming framundan?

S20

S870

Brúðkaup?

S301

S878

 www.indianweddingcard.com

Ég mæli með því að skoða vel, panta tímanlega og hafa í huga að greiða þarf toll af prentvörum sem þetta flokkast undir.

Hanna

You Might Also Like

4 Comments

 • Reply
  Erla
  18. January, 2017 at 11:00 am

  Þetta er ekkert sma geggjað boðskort!!! Hvernig sendiru þau með pósti? Settiru kassan með scrollinu í umslag?

 • Hanna Þóra Helgadóttir
  Reply
  Hanna Þóra
  18. January, 2017 at 12:59 pm

  Já setti scrollið í kassann og vafði hann svo inn í a4 blað, setti b pósts frímerki og skrifaði heimilisfangið 🙂 ekkert mál með póstinn 🙂

 • Reply
  Hilda
  5. January, 2018 at 8:47 pm

  Hvernig var að skrifa nöfn gestanna á þetta? Notaðirðu bara venjulegan penna, túss eða e-ð annað spes?

  • Hanna Þóra Helgadóttir
   Reply
   Hanna Þóra Helgadóttir
   5. February, 2018 at 4:54 pm

   Sæl ég notaði svona permanent túss 🙂

  Leave a Reply