Fjölskylda Lífið Tinna

Að reyna vera góð mamma í gegnum erfiðasta tímabil lífs míns

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma þessu frá mér….en ég missti pabba minn 18. júní síðastliðinn.

Hann var búinn að berjast í rétt tæplega tvö ár við krabbamein þegar hann kvaddi þennan heim, aðeins nýorðinn 54 ára gamall. Þann 23. júní 2015 breyttist líf mitt & ég hafði ekki hugmynd þann dag hvað það myndi síðan koma til með að breytast mikið & að ég myndi síðan missa pabba minn.

Þetta byrjaði allt saman eins & kom fram að ofan, kvöldið 23. júní 2015,  við vorum nýbúin að vera í mat hjá mömmu & pabba (eins & nánast annan hvorn dag) & mamma hringir í mig & segir mér að pabbi hafi fallið í gólfið & hefði fengið flogakast & sjúkrabíllinn væri kominn & farinn & væri á leiðinni upp á spítala.

Áður en þetta allt byrjaði um kvöldið var ég mjög spennt að fara heim eftir matinn hjá mömmu & pabba, því við Arnór vorum búin að taka hliðina af rimlarúminu hans Óla Freys & við vorum svo spennt að sjá hvernig það myndi ganga fyrir hann að sofa. Þegar mamma hringdi í mig þá breyttist það fljótt & ég brunaði upp á spítala.

Þarna var ég ólétt af Elínu Köru, komin 6 mánuði á leið & Óli Freyr var 18 mánaða.

Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir því fyrr en núna eftir á að veikindi pabba höfðu mikil áhrif á mig sem móður. Alveg síðan pabbi veiktist & það kom í ljós að hann væri með ólæknandi sjúkdóm sem sigrar alltaf á endanum þá hefur líf mitt verið einn stór rússíbani. Ég vissi alveg að þetta væri allt saman að hafa mjög mikil áhrif á líf mitt en ég gerði mér ekkert endilega grein fyrir því að ég væri ekki sama mamman & ég hefði verið ef allt þetta hefði ekki verið í gangi.

Ég trúi því samt varla hvað það gerðist margt jákvætt & skemmtilegt líka á þessum tíma, ég & Arnór útskrifuðumst bæði úr okkar námum & héldum útskriftarpartý, við giftum okkur, héldum svo brúðkaupspartý 8 mánuðum seinna, við keyptum okkur íbúð & margt fleira.

Veikindin hans pabba voru mjög yfirgnæfandi í þessu öllu saman. Upprunarlega ætluðum við að gifta okkur 17. júní 2017, en ákváðum að gera það 26. ágúst 2016, því ég vissi að það væru miklar líkur á að pabbi yrði ekki með okkur ennþá 17. júní 2017 & í dag er ég rosalega þakklát að við drifum í þessu því pabbi var með okkur á stóra deginum & fyrir það verð ég alltaf ótrúlega þakklát & glöð með <3

En komum okkur að efni þessarar færslu….ég fór að spá í því allt í einu hvað þetta hefur haft mikil áhrif á mig sem mömmu. Ég man að áður en pabbi veiktist þá var ég súpermamma, ég var mjög þolinmóð gagnvart Óla Frey & hann var ekki nema 12 mánaða þegar við ákváðum að reyna aftur & mánuði eftir það þá var Elín Kara komin undir & ég gat ekki beðið. Ég var svo mikið til í þetta allt saman.

En það breyttist allt þegar pabbi veiktist. Fyrstu mánuðurnir voru svo sem „ok“ þar sem hann fékk ekki nákvæma greiningu fyrr en um 8 mánuðum eftir að hann veiktist & þangað til þá vonaði maður að þetta væri ekki svo alvarlegt. En eftir að nákvæm greining lá fyrir þá fór ég á google & það sem ég sá var ekki gott. Ég googlaði & ég googlaði & allar heimildir sem ég fann sögðu það sama. Þannig að ég vissi það að meðal lífslíkur eftir nákvæma greiningu væru um 14 mánuðir. Í pabba tilfelli voru þetta um 16 mánuðir.

Eftir að ég vissi það að þetta væri svona alvarlegt þá einhvernveginn breyttist allt. Þráðurinn minn var styttri, ég var minna þolinmóð gagnvart börnunum mínum & ég bara breyttist. Fór minna & minna að hugsa um útlitið & um sjálfa mig. Hætti að nenna neinu.

Fyrir utan það að ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er svolítið búin að loka mig af síðustu mánuðina, þá var það ekki fyrr en núna eftir að pabbi lést sem ég gerði mér grein fyrir því að síðustu mánuðirnir í lífi barnanna minna hafa verið frekar slæmir gagnvart þeim. En, ég veit alveg að það er skiljanlegt, en ég fékk samt sting í hjartað að hugsa til þess hvernig lífið væri búið að vera ALLT öðruvísi ef pabbi hefði ekki veikst. Við værum ein stór hamingjusöm fjölskylda núna í ferðalaginu sem við erum í, en í staðinn vantar pabba & ég er enn að reyna að læra lifa með þessu & ég á langt í land….

Það sem verst er, við vorum að flytja & fengum íbúðina okkar afhenta 15 júlí, aðeins tæpum mánuði eftir að pabbi lést, þannig að síðustu vikurnar hafa farið í flutningana & börnin enn & aftur ekki að fá næga athygli né skemmtunina sem þau eiga skilið í sumarfríinu sínu!

Núna næstu dagana verðum við fjölskyldan saman í útilegu & mitt eina markmið hérna er að hugsa um börnin mín, rækta sambandið mitt við þau & reyna að vera betri mamma & læra að lifa með þessari sorg sem býr í hjarta mínu en vera samt góð mamma á sama tíma.

Ég er alls ekki að segja að börnin mín hafi það ekki gott, þau er mjög hamingjusöm & fá alla mína ást & umhyggju, en samt sem áður er þráðurinn minn styttri & það er svo margt sem ég hefði viljað gera með þeim í sumar, t.d. fara í göngutúr daglega (það er eitthvað sem ég gerði alltaf þegar Óli Freyr var lítill en hætti þegar pabbi veiktist) , fara í Húsdýragarðinn, fara oft í sund & svo framvegis….

En ég veit að þetta virkar þannig að maður tekur einn dag í einu & ég er að gera það. Ég er enn á því stigi að þetta er það erfitt að mig langar oft bara að loka mig af inn í herbergi & fá frið öðru hvoru en ég veit að þetta mun vera auðveldara með tímanum.

Eitt veit ég, það er að ég elska börnin mín meira en allt í öllum heiminum & það er ekkert sem ég myndi ekki gera fyrir þau & þess vegna ætla ég að reyna taka mig á núna & reyna að komast á betri stað. Við lifum bara einu sinni & við verðum að reyna njóta lífsins á hverjum degi, alveg sama hvað það getur verið erfitt oft á tíðum.

Pabbi elskaði að lesa það sem ég skrifa, honum fannst ég svo góður penni & það er það sem hvetur mig áfram. Ég hafði hugsað mér að hætta að blogga & snappa & hætta bara yfirhöfuð að vera virk á samfélagsmiðlum. EN, ég veit að það er ekki það sem pabbi hefði viljað & því ætla ég að halda áfram.

Núna eru eflaust einhverjir sem eru að fylgjast með mér á Snapchat sem hafa hugsað með sér “vá hvað hún er bara hress miðað við aðstæður” , en ég hef sagt það áður & ætla segja það aftur, það sem fólk sér á Snapchat er það sem fólk kýs að setja þar inn. Ég kýs að vera ekki að koma inn á Snapchat þegar ég er leið (eða það er alveg einstaka sinnum) heldur reyni ég að nota snappið í allt það jákvæða & mér finnst það hafa hjálpað mér.

Ég er svo innilega tilbúin að kverðja árið 2017, en þó er margt spennandi sem á eftir að gerast áður en því lýkur: Elín Kara mín er að byrja á leikskóla núna 21. ágúst, ég & mamma erum að fara til Glasgow í sept, ég & Arnór förum í smá brúðkaupsferð til Belfast í okt….bara svo eitthvað sé nefnt! En árið 2017 er & verður alltaf árið sem pabbi dó. Ég ætla reyna eins & ég get að taka 2018 með trompi & njóta lífsins. 

 

 

Þangað til næst!

 

 kynning-20
Litlu gullin mín <3 

 

TF

Snapchat & Instagram: tinnzy88

 

 

 

You Might Also Like

8 Comments

 • Reply
  Guðrún
  8. August, 2017 at 10:18 am

  Elsku hjartans Tinna mín. Það var erfitt að lesa orðin þín, get ekki ímyndað mér hvað það hefur verið erfitt að skrifa þau. Tárin leka niður kinnarnar og allar mínar hugsanir eru hjá ykkur. Haltu áfram að vera þú og skrifa og deila og þar með hjálpa öðrum. ?❤️ knús á ykkur öll mín kæru ?? Guðrún frænka

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   8. August, 2017 at 12:51 pm

   Takk elsku Guðrún mín <3 Knús :*

 • Reply
  Eydís Inga
  8. August, 2017 at 9:11 pm

  Hrikalega eru börnin þín heppin að eiga svona sterka og umhyggjusama mömmu ❤ þetta verður erfitt en ég tel að pabbi þinn væri mjög stoltur af lítlu stelpunni sinni núna. Áfram þú ❤

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   8. August, 2017 at 10:21 pm

   Takk fyrir 🙂 <3

 • Reply
  Guðrún
  9. August, 2017 at 12:42 am

  Já sorgin tekur á sig margar myndir.
  Ég var alltaf rosaleg pabba stelpa .Ég er ný orðin 63 ára og á 4 uppkomin börn og 9 barnabörn. Pabbi minn dó á afmælisdaginn minn í fyrra. Í ár á afmælisdaginn lá ég bara í rúminu gat bara ekkert.Hugsa til hans á hverjum degi. En tek einn dag í einu en gengur mjög hægt.Vonandi fer þér að líða betur

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   9. August, 2017 at 9:55 am

   Ég samhryggist þér <3 Ég held að þetta verði alltaf erfitt en við lærum að lifa með þessu, gengur samt frekar hægt 🙁

 • Reply
  Jenny Lind Samuelsdottir
  9. August, 2017 at 10:59 am

  Elsku Tinnzy min! Þu hefur alltaf verið sterka typan og börnin þin eru heppin að eiga þig! Tárin brjotast fram þegar eg les þetta og hugsa til pabbana okkar og get rett svo imyndað mer sarsaukann. Elska þig stelpulingur!!
  Kv.Jennzy

 • Tinna
  Reply
  Tinna
  16. August, 2017 at 12:33 pm

  Takk elsku Jenný mín <3 <3 <3 <3

 • Leave a Reply