Ferðalög Hanna Þóra Lífið Matur

Aberdeen – Verslanir, verðlag og veitingar í sérflokki!

Í síðustu viku fórum við systurnar með mömmu í stelpuferð til Aberdeen í skotlandi og áttum yndislega viku í alla staði.

Hérna eru nokkur góð ráð og myndir úr ferðinni ásamt umsögnum um þá veitingastaði sem við fórum á og getum mælt með!

IMG_20171002_082756

Ferðin hefst að sjálfsögðu á keflavíkurflugvelli en það er Air Iceland Connect sem flýgur til Aberdeen 3 sinnum í viku. Þjónustan var til fyrirmyndar og er hægt að fá spjaldtölvu lánaða á meðan flugi stendur og fengum við nokkrum sinnum ábót á kaffið og aðra óáfenga drykki sem eru án endurgjalds um borð. Þetta er svona minni útgáfan af Icelandair í rauninni, þjónustan jafn góð og hlýtt viðmót 🙂
Flugið tók rétt um 2 klukkutíma sem er mjög stutt og við vorum komnar rétt fyrir hádegi út.
IMG_20171002_082752
Eftir lendingu á Aberdeen flugvelli (sem minnir einna helst á reykjavíkurflugvöll stærðarlega séð) er hægt að ganga út um aðal inngang flugstöðvarinnar og taka strætó beint fyrir utan sem heitir Jet 727 en hann fór með okkur beint á hótelið okkar sem var í miðbænum og kostar ferðin aðeins 3 pund. Hann fer á 10 mínútna fresti og því þægilegt að hoppa upp í þann næsta

37137957272_ffbd5e9afa_b

Við gistum á Jurys inn sem er staðsett í union square mollinu í miðbænum. Það er hagstætt og snyrtilegt ásamt því að vera auðvitað eldsnöggur að henda af sér pokunum inn á milli búða.
jurys-inn-aberdeen

jury

Verslunarmiðstöðin Union Square hefur uppá rosalegt úrval af flottum veitingastöðum og ég hef hreinlega aldrei vitað annað eins! Hver staðurinn á fætur öðrum með girnilegum matseðli á hlægilegu verði. Þarna eru bæði keðjur eins og Fridays, Pizza hut og Starbucks en einnig fullt af stöðum sem ég hafði aldrei séð áður og voru æðislegir.

Hægt er að skoða allar búðirnar í Union Square með því að smella hérna!

Primark er alltaf í uppáhaldi enda fáranlega ódýr búð og ég reyni oft að kaupa samfellur á börnin og náttföt þar. Einnig fann ég fallegan jólakjól á litlu dömuna mína sem hreinlega kallaði á mig.
Primark er staðsett á verslunargötunni sem er tveimur götum ofar og heitir Union Street. Það er hægt að stytta sér leið í gegnum aðra verslunarmiðstöð sem heitir trinity center og maður sér glitta í innganginn þegar maður horfir yfir götuna fyrir utan hótelið á vinstri hönd.

IMG_20171011_135205

Á Union street er fullt af flottum búðum, bæði poundland og poundworld, sports direct, og enn önnur verslunarmiðstöð með annari H&M, body shop og Marks and Spencer.

Við fórum í konunglega leikhúsið í Aberdeen að sjá Mamma mia söngleikinn sem var að sýna í Aberdeen þá viku sem við vorum. Þvílík gleðisprengja og æðislegir söngvarar og leikhúsið stórglæsilegt. Þar er konungleg stúka fyrir hefðarfólk enda fer breska konungfjölskyldan í frí til Aberdeen á hverju sumri.
leikhus

MAMMA MIA! International Tour 2016

MAMMA MIA!
International Tour 2016

MAMMA MIA! International Tour 2016

MAMMA MIA!
International Tour 2016

Hægt er að skoða þá viðburði sem eru í gangi í Aberdeen inná www.aberdeenperformingarts.com/

 
IMG_20171004_115658
Í Aberdeen er líka gullfalleg strönd sem hægt er að rölta á eða taka strætó.

IMG_20171004_115933

 

Við ströndina er lítið tívolí sem væri gaman að heimsækja með börnunum eða með góðum vinum. Þar er bæði fullt af tækjum úti eins og parísarhjól, rússíbanar og vatnsdrumbar en einnig innigarður með keilu og minni tækjum fyrir alla fjölskylduna.  Það er mjög mikið af veitingastöðum eins og Ruby Tuesday, pizza hut, mexíkóskur og ítalskur einnig hjá ströndinni og því alveg hægt að vera þar allan daginn.

IMG_20171004_121407

Fyrir aftan Tívolíið er svo skemmtigarður fyrir verslunarsjúka! Þetta minnir svolítið á Korputorg okkar íslendinga og heitir Beach Boulevard retail park.
Þar er risa stór ASDA búð með öllu mögulegu á hlægilegu verði, leikföng, föt, matvara, skraut…

Beach-Boulevard-Retail-Park-Aberdeen
Þar er einnig að finna risa dótabúð sem heitir Smyths sem er með allt flottasta dótið mun ódýrara en hér heima. Ég mæli með því að kíkja aðeins á verðmuninn og bera saman við okkar rándýra klaka https://www.smythstoys.com/

smyths

En þá er það maturinn!

Allt sem við smökkuðum var æðislegt og ég var búin að skoða umsagnir á tripadvisor og google og panta borð á tveimur stöðum fyrir ferðina. Það er ótrulega gaman að eiga svona pantað borð og gera meira úr kvöldinu.

Þessir staðir stóðu uppúr :

Revalution de Cuba – Belmont Street  (inní porti þar sem nokkrir veitingastaðir eru í hring) Hægt er að skoða matseðilinn dagskrána og panta borð hjá þeim hér!
Þessi staður var sá allra skemmtilegasti í Aberdeen og var greinilega mjög vinsæll. Upplifunin var eins og að vera komin í sólarlandafrí á suðrænar slóðir með kokteil í annari hendi eftir dag á ströndinni.
IMG_20171004_191555

Við pöntuðum okkur kokteila sem kosta einungis um 5-6 pund í fordrykk og svo marga tapas rétti í aðalrétt

IMG_20171004_192325

Strawberry daiquiri

IMG_20171004_192321
Mojito

IMG_20171004_193359

Tacos
IMG_20171004_193401

Quesadia

IMG_20171004_193402

Kúklingaspjót

Slains Castle – Belmont Street
Þessi bar er staðsettur inní gamalli kirkju og er með drakúla þema sem gerir hann einstaklega sérstakan og áhugaverðan.
IMG_20171004_185842

IMG_20171003_184348

Poldinos –  7 Little Belmont Street

poldinos
Lítill og sætur ekta ítalskur staður með æðislegum ítölskum mat og krúttlegur ítalskur maður sem tók á móti okkur.

poldini inni

Pasta Carbonada eins og það gerist best en við fórum þangað áður en við fórum í leikhús og bjóða þeir upp á ýmsa valkosti á leikhússeðlinum sem eru á tilboði. Sniðugt að panta borð á heimasíðunni þeirra ef maður er að fara í leikhúsið 🙂 Hægt að kíkja á heimasíðuna þeirra hér!

italia

Las Iguanas – Union Square 
Þessi veitingastaður er suður amerískur og var beint við hliðiná inngangnum á hótelinu okkar. Þar var hægt að fá besta Fahitas sem ég hef smakkað sem kom sjóðandi heitt á platta beint fyrir framan mann með tortillum og sýrðum rjóma, salsa ofl sem passaði vel með og maður setti svo sjálfur saman á hverja köku fyrir sig.
Við smökkuðum bæði kjúklinga og steikarbita en steikin bar algjörlega af!. Við ákvaðum þar á staðnum okkar fyrsta kvöld í aberdeen að fara aftur síðasta kvöldið okkar.
igu

Fahitas diskarnir

igu 2

Meðlætið

Það er svo margt fleira hægt að bralla í Aberdeen sem þarf að bíða næstu ferðar 🙂
sius

Þangað til næst…

Hanna

ps. þið finnið mig á snap : Hannsythora

HANNSYTHORA

HANNSYTHORA

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply