Heilsa Lífið Tinna

9 mánaða átaki lokið – náði ég að missa 9 kíló á 9 mánuðum?

Mér finnst hálf pínlegt að ég hafi verið búin að lofa færslu 15. maí með niðurstöðum úr átakinu þar sem ég ætlaði mér svo sannarlega að vera búin að missa 9 kílo og vera komin í drauma formið og skella inn fyrir- og eftir myndum og alles.

Þið sem eruð með mig á Snapchat og fylgdust með mér í gegnum þessa níu mánuði vitið svo sem alveg niðurstöðurnar en já, stutta svarið við spurningunni “missti ég 9 kíló á 9 mánuðum” er bara pjúra NEI. Ekki nálægt því hehe.

Ég missti um 2.5 kg af 9 sem var markmiðið. Já markmiðið var sem sagt (og er svo sem enn) að missa þessi 9 kíló og vera svaka fín og flott gella og vera jafn þung og ég var áður en ég varð fyrst ólétt árið 2013.

Ég sé það eiginlega núna svona eftir á að þessar væntingar um að vera jafn þung og ég var áður en ég eignaðist börn er pínu spes, sérstaklega þar sem líkaminn breytist í fyrsta lagi með árunum og hvað þá eftir barneignir. Ég get alveg lést um þessi kg en líkaminn mun aldrei líta nákvæmlega eins út.

Það sem ég lærði aðallega í þessu átaki er að það skiptir EKKI mestu máli í lífinu að vera fine ass gella! Trúið mér, mig langar rosa mikið að vera sjúklega fit og í bara þrusu formi en það er bara svo margt annað sem gengur fyrir. Auðvitað er þetta engin afsökun og maður getur allt sem maður ætlar sér, EN ég hef bara ekki enn komist á þann stað að formið sé það sem skiptir mestu, ég veit ekki hvort mig langi einhverntímann að vera á þeim stað einu sinni.

En málið er að ég er búin að vera að leita að þessum gullna milliveg þar sem ég gef börnunum mínum allan minn tíma og ást OG sinni mér líka, s.s. regluleg hreyfing og gott matarræði.

Matarræðið er eitthvað sem á alltaf að vera í lagi og ekki ætti að þurfa nema gott skipulag þannig að það er svo sem engin afsökun þar hjá mér, nema bara græðgi..og nammi er sjúklega gott?!? 😉

 

Áður en ég byrjaði í átakinu þá var basic dagur hjá mér svona:

Morgunmatur: ekkert

Hádegismatur: oft einhver skyndibiti (óhollur skyndibiti) eða samloka (óholl samloka með nóg af pítusósu)

Millimál: ekkert eða eitthvað nasl, t.d. nammi eða corny

Kvöldmatur: Hvað sem er, oftast eitthvað í óhollari kantinum eins og pizza, KFC, pítur, o.s.frv…þið skiljið hvert ég er að fara..

Kvöldsnarl: Nammi….snakk….meira nammi?

Yfir daginn: Kók

 

Þó ég hafi ekki náð markmiðinu mínu á þessum 9 mánuðum þá lærði ég HELLING og hugarfar mitt breyttist til muna og ég lærði að elska sjálfa mig meira (ég veit, algjör klisja, en þetta er satt!)

Alltaf þegar ég var í átaki áður fyrr og vogaði mér að svindla á degi sem var ekki nammidagur (sem var OFT) þá hugsaði ég alltaf  “æ ég er búin að svindla…ég byrja aftur á mánudaginn og núllstilli mig” og þetta var kannski á þriðjudegi! Þetta er mjög brenglað hugarfar en ég gerði þetta í mörg ár!!!

Það sem hefur breyst hjá mér eftir þetta 9 mánaða átak (lengsta átak sem ég hef tekið, þó ég hafi staðið mig mjög misvel á þessum 9 mánuðum) er helst að hugarfar mitt er allt annað!

Ég er hætt að vera með 1 nammidag í viku þar sem ég breytist í menskt svín og borða ógeðslega óhollt í hádeginu og í kvöldmat og svo fullt af nammi um kvöldið og er í staðinn LOKSINS að finna gullna meðalveginn minn..

Gærdagurinn var t.d. svona hjá mér: (ég ákvað daginn áður nákvæmlega allt sem ég ætlaði að borða og fór 100% eftir því, mér finnst það LANG BEST:))

(Þegar ég segi gærdagurinn þá meina ég einhverntímann í síðustu viku þegar ég byrjaði á færslunni, eflaust einhverjir glöggir sem fylgjast með mér á Snapchat sem vita að ég borðaði sveppasúpu í kvöldmat í gær;))

Morgunmatur: Ekkert (ég fasta á morgnanna)

Hádegismatur: tvær flatkökur með smjörva og 2 eggjum

Millimál 1 og 2: Banani og stór Hámark extra

Kvöldmatur: Taco (tvær vefjur með kjúlla, grænmeti og salsa) og ein lítil kókdós

Yfir daginn: fékk mér 2 Nocco og helling af vatni

Sjáið þið milliveginn þarna? 😀 Eina óholla er þessi eina kók dós, ég veit það er ekki alveg ideal að fá sér eina kók dós á dag þegar maður er að reyna taka sig á en þið sjáið muninn á þessum degi og hinum sem var áður basic dagur hjá mér..

 

Ég er svo nýbyrjuð í fjarþjálfun hjá FITNESTIC stelpunum og vá hvað það er að halda mér við efnið. Er ég búin að standa mig 100% vel síðan ég byrjaði? Ónei. En hins vegar er ég er halda mér nokkurn veginn við efnið og þær eru ekkert smá peppandi og senda manni póst amk 1x í viku þar sem þær spurja hvernig gengur og koma með gott pepp og mér finnst það án gríns hjálpa mér ekkert smá mikið! Fékk geggjað æfingaplan (valdi heimaæfingar, fjallgöngur og útiskokk frekar en að fara í ræktina zzzz) og matarræðið er orðið mjög fínt en ég ætla mér að bæta það enn frekar og koma hreyfingunni betur inn, það sem vantar þar er einfaldlega betra skipulag! Svo eru þær með geggjaðan matarbanka sem fylgir með þjálfuninni og þar eru fullt af geggjuðum uppskriftum! Þeir sem eru að spá í að byrja í fjarþjálfun þá mæli ég hiklaust með að tékka á FITNESTIC stelpunum!! 🙂 HÉR er heimasíðan þeirra!

 

Ég ætla allavega að halda ótrauð áfram og er HÆTT að stimpla mig sem manneskju sem er í átaki og eingöngu að reyna að grennast, ætla frekar bara að lifa lífinu og hætta velta mér endalaust upp úr því hvað ég er þung og njóta þess að vera til og halda áfram að vera á þessum fína milliveg og reyni bara að gera betur í dag ef gærdagurinn gekk ekki nógu vel!

 

Læt fylgja með mynd sem var tekin í apríl og ég var efins með að setja hana á Instagram því mér fannst ég ekki alveg nógu flott á henni en setti hana samt inn og er að reyna hætta hugsa svona vitlaust!

 

33126642_10155655798584422_7781862106147586048_n

 

Þangað til næst!

 

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

Snapchat og Instagram: tinnzy88

 

TF

 

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply
  Jenný Lind
  30. May, 2018 at 2:51 pm

  Þú ert bjútífúl <3 :*

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   30. May, 2018 at 8:20 pm

   Æ takk elsku besta Jenný mín❤️❤️

  Leave a Reply