Gjafahugmyndir Lífið Tíska Þórey

4 YOU – Ný glæsileg verslun í hjarta Hafnarfjarðar

Fimmtudaginn 26.október síðastliðinn opnaði verslunin 4 YOU í Firðinum Hafnarfirði og var mér boðið á opnun þessarar glæsilegu verslunar. Ég lét mig að sjálfsögðu ekki vanta enda var ég orðin mjög spennt að sjá búðina.

D257F25B-E148-4FE9-9B2F-F16F781F87C4

Dísa eigandi 4 YOU

 

Verslunin bíður upp á flott úrval af fatnaði meðal annars frá Urban Mist, trefla frá Fashion Scarf World, Töskur & veski frá Infinity Fashion Handbags, náttkjóla & sloppa frá Rainbow Lingerie svo mjög gott úrval af snyrti- & förðunarvörum.

 

FDACCA57-6CEB-4068-8CBD-C334BC2405E8

 

 

450CAC8B-47BA-407C-94E5-FEC0B3457A8A

Útlitið á búðinni er virkilega flott, stílhreint og töff en samt svo hlýleg

 

D6FE4893-B9E5-45BB-89EC-9870B74FD6F8

 

Það sem mér finnst frábært er að hún er að selja snyrtivörur frá tveimur af mínum uppáhalds netverslunum, Deisymakeup og Daría. Þær netverslanir eru reyndar með búðir líka en þær eru staðsettar í Reykjanesbæ og Reykjavík, svo það er algjör snilld fyrir Hafnfirðinga og nágranna að geta kíkt í Fjörðinn ef það vantar til dæmis augnhár eða varalit fyrir eitthvað tilefni.

 

52540D0E-BEB7-474F-A6B1-4D4796478345

Brúnkukrem, litalinsur, varalitir, augnskuggar, augnháralím, burstasett og margt fleira frá Deisymakeup

 

A403037D-9281-4270-BF76-6FF5061033C6

Gerviaughár, augnháralím, Makeup Eraser, varalitir, farðar, skinkare vörur og margt fleira frá Daríu.

 

0998CFE1-2114-46CD-AECE-6D0178B01514

Einnig er hægt að kaupa dásamlegu snyrtivörurnar frá Moroccan oil

 

Það er alltaf gaman þegar nýjar verslanir opna á Íslandi og ég hvet alla til þess að kíkja í Fjörðinn og skoða nýju búðina þar:) Ég dáist að fólki sem þorir og lætur draumana sína rætast <3 

4 You er með facebook síðu sem er hægt að fylgjast með HÉR

 

Þangað til næst…

ÞÓREY

þórey undirskrift

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply