Afmæli og veislur Diy Hrönn Lífið

Þynnkubaninn – snilld fyrir brúðkaupsgestina

Ég og Sæþór erum að fara að gifta okkur núna í lok ágúst og ég ætla að útbúa smá care-package fyrir gestina mína til að taka heim með sér í lok kvölds til að hjálpa til við heilsuna daginn eftir. 

Ég sjálf þoli ekki að vera þunn og er búin að prófa endalaust af ráðum til að sleppa við þessi leiðindi. Ég er loksins komin með algjöra snilldarlausn sem mér finnst virka ótrúlega vel. Ég er búin að kynna þetta fyrir nokkrum vinum mínum og þau geta tekið undir með mér að þetta virkar bara ansi vel. 

Þynnkubaninn er semsagt bætiefna- og verkjalyfjakokteill sem er nauðsynlegt að skola niður með einni flösku af Gatorade. Þetta þarf að gera áður en maður fer að sofa kvöldið sem maður er að skemmta sér.

IMG_2687

Þynnkubaninn

  • 2 stk Panodil 500mg
  • 1 stk B vítamín sterkar 
  • 1 stk C vítamín sterkar
  • 1 stk D vítamín 2000 iu 
  • 1 stk Lóritín 
  • 0,5L Gatorade

boisson-energetique-gatorage-

Ég keypti mjög fín lítil hvít álbox á aliexpress til að setja töflurnar í fyrir brúðkaupsgestina mína. Hægt að skoða þau hér.  Ég er með 150-160 gesti en ákvað bara að gera 100 box þar sem það eru auðvitað aldrei allir sem taka með sér box heim. Ég ætla að setja þau í flotta hvíta körfu og hafa við útganginn ásamt gatorade flöskum í hvítum stórum bölum með klökum sem ég keypti í ILVA. Þeir eru til í nokkrum litum og eru núna á útsölu. Hægt að skoða þá hér

Ég ætla líka að vera með nokkrar tegundir af samlokum í boði og kók í dós af því það er alltaf mjög gott að borða aðeins líka áður en maður fer að sofa eftir gott partý. Þessu verður öllu raðað fallega upp á borði við útganginn og svo ætla ég að láta prenta fyrir mig flott skilti til að setja við hvert og eitt atriði og svo eitt stórt skilti þar sem fólk er hvatt til að taka heim með sér. 

Hlakka til að sýna ykkur betur frá þessu og öðru sem tengist brúðkaupinu næstu vikur. Endilega kíkið á mig á snapchat ef þið viljið sjá allskonar meira skemmtilegt tengt brúðkaupinu @hronnbjarna. 

 

hronn

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply