Börn og uppeldi Börnin Hrönn Lífið

Snilldar bílstólar frá Recaro

Screen Shot 2018-03-06 at 16.40.28

Það þekkja það allir foreldrar hvað það er mikill höfuðverkur að velja bílstól fyrir barnið sitt. Núna um áramótin var Embla að verða of stór í ungbarnastólinn sinn og fór að vanta næstu stærð fyrir ofan. Ég fór í þvílíka rannsóknarvinnu og komst að því að Recaro bílstólarnir voru að fá mjög góða dóma fyrir öryggi og eru alveg ótrúlega neytendavænir ! Þessir stólar fást í Bílasmiðurinn uppá Höfða og ég fékk frábæra þjónustu þegar ég fór að skoða þessa stóla.

 Screen Shot 2018-03-06 at 16.40.40

Ég var líka þvílíkt spennt fyrir stól sem getur snúist í 360°af því það auðveldar svo sjúklega mikið að setja barnið í og taka það úr stólnum og eins vildi ég stól sem væri ekki mikið mál að flytja á milli bíla. Embla var svo heppin að fá svona stól í jólagjöf frá ömmu sinni og afa og ég gat ekki beðið eftir að skella honum í bílinn og leggja leiðindar ungbarnastólnum hennar sem er mjög þungur og erfiður í notkun. 

 

Recaro Zero 1 stóllinn uppfyllti allar mínar kröfur og meira til og ég elska þennan stól. Embla er líka mjög sátt í honum og finnst gaman að vera komin í stærri stól þar sem hún getur séð betur út og fylgst með umhverfinu. Stólnum er hægt að snúa í 360°og því þarf ekki að fara í neinar aðgerðir með stólinn þegar barnið breytist úr bakvísandi í framvísandi heldur er stólnum bara snúið aðeins lengra.  

Screen Shot 2018-03-06 at 17.06.43

 

Núna eftir áramót var ég svo heppin að fá að fara í samstarf með Bílasmiðurinn og kynna þessa flottu stóla þeirra betur.  Ég fékk að velja mér stól sem er algjör snilld enda nauðsynlegt að vera með 2 bílstóla í gangi svona ef sá sami keyrir ekki og sækir í leikskólann. Í þetta sinn valdi ég mér Recaro zero 1 Elite stólinn en hann er alveg eins og Recaro Zero 1 stóllinn plús að með honum fylgir ungbarnastóll og því er hægt að nota stólinn frá fæðingu og til 4.5 ára aldurs eða upp í 18kg/105cm . Það sem er mesta snilldin við þetta er að þú þarft bara að kaupa einn stól sem dugar þá næstu 4-5 árin. Ungbarnabílstóllinn er bæði fisléttur og nettur og hann smellist með einu handtaki ofaná stærri bílstólinn sem er þá alltaf til staðar í bílnum og er þá ungbarnastólnum einfaldlega smellt á og af stóra stólnum þegar hann er í  notkun. Þegar barnið er svo orðið nógu stórt til að fara í stærri stólinn er ungbarnastólnum bara smellt af og settur í geymslu. 

Screen Shot 2018-03-06 at 16.42.10

Screen Shot 2018-03-06 at 16.42.03

Þá er einnig til frábær kerra frá Recaro sem hægt er að smella ungbarnastólnum á. Kerruna er hægt að leggja saman og taka í sundur með einni hendi sem er frábært fyrir mömmur á ferðinni. Ég hefði verið svo mikið til í þetta þegar Embla var lítil en ég notaði alltaf vagninn hennar með breytistykki til að setja ungbarnastólinn á og það var sko mun meira en eitt handtak að koma því í gang. 

Screen Shot 2018-03-06 at 16.40.59

Ég mæli alveg 150% með þessum stólum ef þið eruð að leita ykkur að bílstól fyrir litlu krílin ykkar og sérstaklega ef þið eigið von á kríli og eigið eftir að kaupa ungbarnabílstól þá mæli ég sko klárlega með Recaro Zero 1 Elite þar sem þið sláið 2 flugur í einu höggi. Þið bæði fáið stól sem dugar frá fæðingu og til 4.5 ára aldurs auk þess að fá í hendurnar fisléttan og nettan ungbarnabílstól fyrir krílið ykkar sem er ótrúlega þægilegt að bera og nota. 

Screen Shot 2018-03-06 at 16.41.38

Hér er hægt að skoða heimasíðuna hjá Recaro og skoða alla stólana sem eru í boði.

 

hronn

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply