Fjölskylda Heimilið Lífið Skírn Tinna Veisla

Skírn Leu Þóru – sagan á bak við nafnið og myndir frá deginum

Litla snúllan okkar fékk nafnið sitt sunnudaginn 18. ágúst heima hjá mömmu í yndislegri heimaskírn.

Við fengum prestinn sem skírði hin börnin okkar og gifti okkur til að koma að skíra dömuna. Við ákváðum að hafa þetta litla krúttlega heimaskírn og bjóða bara allra nánustu fjölskyldunni.

Börnin okkar þrjú voru öll komin með nafn löngu fyrir fæðingu, en við höfum alltaf haldið þeim leyndum fram að skírn og ekki notað sjálf nöfnin heima fyrr en eftir skírn bara svona just in case ef maður skyldi missa það út úr sér! Óli Freyr var nú bara komin með nafn þegar hann var baun í bumbunni, ég var 100% viss að ég gengi með strák og svo eftir 20 vikna sónar fengum við það staðfest og vorum tilbúin með nafnið og skírðum hann 9 daga gamlan, við vorum svo sjúklega spennt að við gátum ekki beðið. Elín Kara var svo slétt mánaðargömul þegar hún var skírð og var hún líka komin með nafn strax eftir 20 vikna sónarinn.

Óli Freyr er skírður í höfuðið á Óla afa mínum sem dó áður en ég fæddist og Óla bróður mínum og svo pabba, hann hét Freyr. Elín Kara er skírð Elín í höfuðið á mömmu minni og Kara út í bláinn. En gaman er að segja frá því að langamma mín hét Karen Björg en alltaf kölluð Kara, Arnór valdi Köru-nafnið og mér fannst það auðvitað mjög flott líka. En það kom eitt annað seinna nafn til greina en ákváðum að nota það næst því okkur fannst Elín Kara koma betur út.

Það var aðeins erfiðara og öðruvísi að finna nafn í þetta skiptið. En það var eins og þetta væri skrifað í stjörnurnar.

Sagan á bak við nafnið hennar Leu Þóru er mjög skemmtileg og las ég hana upp í skírninni áður en við sögðum hvert nafnið væri. 

Hér kemur sagan:

Pabbi minn lést í júní 2017 eftir tveggja ára baráttu við ólæknandi krabbamein. Hann elskaði hljómsveit sem heitir ELO, alveg sko dýrkaði og dáði þessa hljómsveit og á legsteininum hans er meira segja ELO merkið! Þannig að ég ólst upp við að hlusta á þessa hljómsveit og elska þá líka og er þetta mín allra uppáhalds hljómsveit núorðið.

elo

Haustið 2017, tæpum þremur mánuðum eftir að pabbi lést þá fórum við mamma til Glasgow. Eitt kvöldið vorum við að chilla upp á hóteli þegar ég fæ skilaboð frá Jollu frænku minni, en stuttu áður sýndi ég á Snapchat að ég hafi keypt stafaljós fyrir krakkana, sem sagt „E“ og „O.“ Jolla er frænka mín sem ég þekkti ekki neitt áður en pabbi fór á líknadeildina, en þar kynntist ég henni aðeins. En pabbi og Jolla voru góðir vinir. Hún var mikið með okkur upp á líknadeild og er algjör gullkona sem þótti mjög vænt um pabba minn. Allavega, þá sendir hún mér skilaboð á messenger eftir að hafa skoðað story hjá mér á snappinu og sagði „ Gaman að fylgjast með á Facebook og snöppunum frá ykkur í Glasgow … en þegar ég sá stafina E og O sem þú keyptir Tinna fyrir börnin þín og talaðir um þriðja barnið í komandi framtíð, þá má ég hundur heita ef það barn fái ekki nafn sem byrjar á L … ELO <3 „

Eftir þessi skilaboð þá var ekki aftur snúið, barn númer þrjú skildi frá nafn sem byrjar á L. Sagði Arnóri frá þessu og honum fannst þetta líka brilliant hugmynd. Ef það væri ekki fyrir Jollu þá hefði okkur eflaust aldrei einu sinni dottið þetta í hug.

Elín, Lea, Óli = ELÓ

Pabbi hlýtur að vera ótrúlega sáttur með þetta, hvar sem hann nú er <3

En barn nr.3 var ekki alveg á dagskrá hjá okkur strax þannig við pældum ekkert meira í þessu á næstunni. En svo kom að því að byrja reyna verða ólétt haustið 2018 og þá fórum við að skoða L nöfn og jesús minn þetta hefði getað verið game over bara. Ekki fannst okkur úrvalið gott, en við skoðuðum öll nöfnin og fundum eitt stelpu og eitt strákanafn sem við vorum bæði ánægð með. Svo þegar það kom í ljós að þetta væri stelpa þá var þetta bara ákveðið og ég meira segja pantaði nafnamerktar duddur strax þá. En “L” nafnið sem við völdum var alveg út í bláinn, en seinna nafnið er það ekki, Elín Kara hefði sem sagt átt að heita nafninu sínu eða Elín Þóra, mamma hans Arnórs heitir Þóra. En við ákváðum að barn nr.3 yrði Þór eða Þóra, enda alveg ákveðin að við ætluðum að eignast eitt annað barn.

En það er gaman að segja frá því að það heitir engin önnur, né hefur heitið, þessu nafni sem við völdum, þó eru þetta bara tvö ósköp “venjuleg” nöfn. 

Þannig að já, nafnið Lea varð fyrir valinu og heitir snúllan okkar Lea Þóra Arnórsdóttir.
Við erum alveg ótrúlega ánægð með nafnið hennar! <3
Og vil ég enn og aftur þakka Jollu frænku minni fyrir það að hafa fattað þetta með ELO, þvílík og önnur eins snilld 🙂

Hér koma svo myndir frá deginum, bróðir minn gaf Leu ljósmyndara, sem kom og myndaði daginn, í skírnargjöf <3
Ljósmyndarinn heitir Tara Ösp og HÉR er heimasíðan hennar.

Athugið að síðan tekur gæði frá myndunum, en hægt er að smella á hverja og eina til þess að sjá í fullri upplausn 🙂

 

 3D1A8897
Mamma gerði þessa æðislegu tertu. Einnig gerði hún rósa súkkulaðiköku og heita rétti.

 

3D1A8900
Verið að fara klæða dömuna í skírnarkjólinn

 

3D1A8915

 

3D1A8917
Ekkert gaman..

 

3D1A8934

 

3D1A8937
Tinna Rut, bróðurdóttir mín

 

3D1A8952
Elín Kara 

 

3D1A8974
Óli Freyr spenntur að fá að borða

 

3D1A9070
Þarna er ég að lesa upp söguna á bak við nafnið hennar Leu

 

3D1A9077
Tengdamamma ánægð með nafnið <3

 

3D1A9086

 

3D1A9140

 

3D1A9150

 

3D1A9172
Mine, mine, mine <3

 

3D1A9184

 

3D1A9194

 

3D1A9205
Elín amma og Lea Þóra

 

3D1A9218
Ljósabergsgengið <3 

 

3D1A9229
Fjölskylda Arnórs (vantar nokkra á myndina).

 

3D1A9239
Allir saman <3

 

3D1A9264
Foreldrar Arnórs og systir hans, að dást að snúllunni 🙂

 

3D1A9273

 

3D1A9290

 

3D1A9298
ELÓ 🙂 <3 

 

3D1A9336
Stolt amma með barnabörnin sín <3

 

3D1A9357
Óli Tómas bróðir og Lea Þóra

 

3D1A9367
Namminamm..

 

3D1A9369
Fallegust!

 

3D1A9387

 

3D1A9392

 

Þangað til næst..

𝒯𝒾𝓃𝓃𝒶

P.s. þið finnið mig á Instagram: tinnzy88

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply