Afmæli og veislur Aníta

Sex ára afmælispartý með Halloween þema!

Það var stór dagur hjá okkur fjölskyldunni um daginn þegar frumburðurinn varð sex ára gamall. 

Við fjölskyldan fluttum síðasta vor til Þorlákshafnar og elskum það í botn. Við höfðum velt þessu fyrir okkur í langan tíma en tengdaforeldrar mínir eru búsett í höfninni og höfum við því reglulega komið hingað á hinar ýmsu fjölskylduskemmtanir og sunnudagslæri. 

Við ákváðum að prófa, keyptum okkur íbúð og fluttum inn rétt fyrir páska. En það er nú efni í aðra færslu. 

Þessi fjallar um sex ára afmæli Kristófers Vopna og ástæðan fyrir því að ég nefndi flutningana var sú að í sömu viku og við héldum afmælið hans var svokallað Þollóvín hátíð hér í bænum í tilefni Halloween. Það var mikið um að vera og öll börn bæjarins í “S”-inu sínu – enda eru búningadagar þeir allra skemmtilegustu. 

Systkinin fyrir búningapartý á Halloween í skólanum og leikskólanum

Systkinin fyrir búningapartý á Halloween í skólanum og leikskólanum

Við ákváðum því að halda tvö afmæli fyrir hann. Bekkjarafmæli með Halloween þema og svo fjölskylduafmæli daginn eftir á afmælisdeginum sjálfum. 

Það vildi svo “vel” til að alla vikuna fram að afmæli var brjálað að gera hjá bæði mér og Óttari. Við vorum gjörsamlega á haus í vinnu og fleiri verkefnum og höfðum lítinn sem engann tíma í undirbúning á afmælinu. Við vorum sem betur fer búin að ákveða þemað svolítið áður og höfðum keypt skreytingar fyrir afmælið á hinum og þessum stöðum. 

73215686_850014205501199_5390866942179409920_n

Daginn fyrir afmælið rúllaði ég svo í hraði inn í Costco en þar hafði ég forpantað afmælisköku, keypti litlar súkkulaðikökur, litlar pizzur og drykki. 

Ég keypti svo lakkrísreimar sem við stungum inn í súkkulaðikökurnar og bjuggum til kóngulóarkökur sem slóu í gegn. 

Tengdaforeldrar mínir voru svo almennileg að leyfa okkur að fá afnot af húsinu þeirra fyrir bekkjarafmælið enda hefðum við aldrei náð að rýma allan bekkinn heima hjá okkur! 

72165985_2389769934669960_7833048229301190656_n

Bæði afmælin heppnuðust mjög vel og var okkar maður virkilega sáttur. 

Litli kallinn okkar, orðinn sex ára! Við trúum þessu varla! 

Ég gæti ekki mælt meira með því að nýta sér Costco fyrir svona veislur, þetta heppnaðist mjög vel, allir nutu sín, verðið á vörunum er sanngjarnt og mamma og pabbi voru ekki dauð uppgefin eftir bakstur! 

Ég er mamman sem hef alltaf verið með allt heimabakað og lagt mikið upp úr öllum þeim veislum sem ég hef haldið. Þrátt fyrir að mér finnist að sjálfsögðu skemmtilegast að hafa tíma til þess að undirbúa allt fyrir veislur sjálf þá er það bara ekki alltaf hægt og þessi lausn hentaði okkur fullkomlega í þetta skiptið! 

Hérna má svo sjá nokkrar myndir af skrautinu og eina af mér og krökkunum á Halloween:

76683794_458726611516224_7226515456020971520_n

76613073_543018152924445_5501110411841241088_n

76248197_2142942199348377_3383522141403086848_n

74478664_934628373604186_2516821887376424960_n

73539222_577440769696418_6736742296395448320_n

74469993_578402662899554_989958505387524096_n

73524508_453490658627105_8045394912813776896_n

73272828_544222153066930_7337424044318261248_n

Hérna eru svo félagarnir Kristófer og Elías sem voru alveg með pósurnar á hreinu fyrir myndartöku!

aníta

Ef þið viljið fylgjast með þá er ég á Instagram: anitaestiva

75233389_798389460594554_5263064181627682816_n

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply