Barnatíska Gjafahugmyndir Lífið Tinna

Ódýrar, fallegar & góðar duddur sem ég panta að utan!

Jæja þá ætla ég loksins að skella í duddu-færslu eins & ég var búin að lofa fyrir einhverju síðan á snappinu! Eftir að ég sýndi frá því þegar ég pantaði mér duddur & þegar þær voru komnar hef ég verið að fá mikið af spurningum um duddurnar & síðuna þar sem ég panta þannig mér fannst tilvalið að skella þessu öllu saman í eina færslu 🙂

Áður en Óli Freyr fæddist í des 2013 þá vorum við foreldrarnir löngu tilbúin með nafnið hans, það var reyndar bara ákveðið eftir 20 vikna sónarinn þegar það kom í ljós að lítill typpalingur væri á leiðinni 😉 Ég hafði séð svo mörg börn með nafnamerktar duddur & mér fannst þær svo sniðugar & flottar, sérstaklega upp á dagmömmu & leikskóla að gera, þá fer ekkert á milli mála hver á hvaða duddu!

Allavega, ég ákvað að prufa eina síðu sem selur svona duddur & sjá hvernig þær kæmu út, þannig ég pantaði þær einhverjum mánuðum áður en Óli fæddist & hann var svo skírður níu daga gamall þannig við áttum fyrir hann merktar duddur, sem mér fannst mjög sniðugt! 😀 Þegar það kom svo í ljós að Elín Kara væri stelpa vorum við alveg ákveðin með nafnið hennar þannig ég var líka löngu búin að panta duddur fyrir hana þegar hún fæddist.

Þannig að núna er ég búin að vera panta duddur af þessari síðu í 3 & 1/2 ár & ég er alltaf jafn ánægð með þær & finnst tilvalið að segja ykkur betur frá þessu svo fleiri geta nýtt sér þetta sem ekki vita af þessu.

Óli vildi bara MAM eða Avent duddur sem fengust hérna heima, hann s.s. vildi ekki neinar sem voru gómlaga þannig það var eins gott að þær sem ég pantaði þarna áður en hann fæddist voru eins & hann fílaði. En Elín Kara var annað mál, svo lengi sem það var dudda þá var hún sátt þannig að ég hef pantað fyrir hana bæði gómlaga & ekki gómlaga. Ég hef pantað fjórar eða fimm týpur þaðan & hef bæði prufað latex & venjulegar.

Nokkur atriði varðandi duddurnar sem mér finnst snilld:

-þær eru ótrúlega fljótar á leiðinni til landsins, ég hef lengst beðið eftir þeim í viku. Ef ég hef verið að panta á mánudegi hafa þær alltaf komið fyrri helgina. Alltaf daginn eftir að ég hef pantað (svo lengi sem það hefur ekki verið á föstudegi) þá hef ég fengið e-mail um að duddurnar sem komnar í póst….hröð & góð þjónusta!

-duddurnar eru miklu ódýrari heldur en hérna heima, plús það að þær eru nafnamerktar eins & þú vilt hafa þær. Það er hægt að setja bara nafn, maður ræður hvort það fari í eina eða tvær línur & svo er hægt að hafa einhver merki með eins & t.d hjarta. Ég pantaði núna síðast 3 stk af mínum uppáhalds duddum þaðan & borgaði um 1.200 krónur fyrir þær, sem mér finnst fáránlega gott verð! Miðað við að 3 stk hérna heima eru að kosta um 1.800 krónur & eru auðvitað ekkert merktar.

-það er hægt að sjóða þær í bak & fyrir en þær líta alltaf út eins & nýjar, I love it! 🙂

-það er happ & glapp hvort þær komi inn um lúguna eða fari í gengum tollinn, en ég hef oftar en ekki fengið þær beint inn um lúguna en hef líka lent í því að þurfa borga toll.

-það þarf ekkert endilega að setja nafn barnsins á dudduna & það er alveg gaman að leika sér með þetta, Óli Freyr átti einhverjar sem stóð á “Óli Freyr Gullmoli <3” & líka “Chubby chubbz” því við kölluðum hann það stundum þegar hann var tiny lítill mjólkurbelgur 😉 & já ekki má gleyma “Búbbi Hlö” hahaha. Elín Kara hefur svo átt nokkrar “Systa <3” , “Búbbsí” & svo núna pantaði ég eina bara með upphafsstöfunum & hjarta “EK <3”

-ætli ég hafi ekki pantað samtals svona tíu sinnum af síðunni (3 til 6 duddur í einu) & ég hef alltaf verið mjög ánægð með þær, ég get gefið öllum duddunum sem ég hef pantar mín meðmæli, en ég hef pantað alveg sex týpur!


 

Ég ætla að enda þessa færslu á duddu-myndaspammi & set síðan link af síðunni þar sem þið getið pantað neðst! 🙂

15894653_10154357798049422_637021067769969457_n

Systkinin að kúra saman í systkinakerrunni með duddurnar sínar <3

1620565_10151966889159422_539238510_n

Óli minn pínulítill & vel merktur! 😉

17309233_10154551542519422_8828774175645693489_n

Nýleg mynd af Elínu minni með duddu sem ég pantaði þar síðast 🙂 

17353132_10154551540644422_5314357164669264518_n

Fékk þessar inn um lúguna núna í síðustu viku.

10259742_10152266644229422_2192539369029642210_n

Búbbi Hlö hress 😉

12509262_10153431432629422_3392166192653557266_n

Litla dúllan að lúlla með fínu dudduna sína 🙂

17424776_10154551538814422_4502685456137402150_n

Sýð duddurnar mjög reglulega & þær eru alltaf eins & nýjar (Y)

 

Heimasíðan er hér
(Veljið Navnesutter þarna á forsíðunni & veljið svo tegund & stærð sem hentar)

Góða skemmtun að panta, mér finnst þetta allavega alltaf lúmskt skemmtilegt! 😉

 

TF

 Þið finnið mig á Snapchat: tinnzy88
&  Instagram: tinnzy

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply