Afmæli og veislur Bakstur Diy Hrönn Lífið Matur Partý

Nammibarinn í brúðkaupinu mínu

Um leið og við Sæþór ákváðum að gifta okkur fór ég á flug að skipuleggja og plana og pæla. Ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að ég vildi vera með nammibar eða candy buffet í brúðkaupinu mínu. 

52313322_10155638251936991_2303021980204400640_n

Ég vil ekki vita hvað ég eyddi mörgum klukkutímum á pinterest að skoða allskonar útfærslur af nammibar og það var heljarinnar vinna að komast að niðurstöðu. Loksins eftir marga mánuði datt ég niður á myndir af nammibar sem mér fannst ótrúlega fallegur og ég ákvað að nota hann að hluta til sem fyrirmynd ásamt nokkrum öðrum myndum sem mér fannst fallegar og henta mínu þema. Þemað í brúðkaupinu var mest gull,glimmer, kampavínslitað og ég vildi að nammibarinn væri alveg skreyttur í því þema.

Veisla 04

Ég vildi einnig að allt sem væri boðið uppá á nammibarnum væri í þessu litaþema og það tókst á endanum hjá mér eftir miklar pælingar. 

Ástrík popp , 2 tegundir

Ástrík popp , 2 tegundir

Það sem ég var með á mínum nammibar:

  • Heimabakaðir cake pops, 4 tegundir
  • Ástrík popp í litlum glærum pokum með borða
  • Krispy Kreme kleinuhringir með gullglimmer
  • Gylltar karamellukúlur
  • Hersheys gullkossar
  • Gylltar Lindt kúlur 
  • Hvítir snjóboltar frá Kólus
  • Haribo gúmmíbangsar í litlum gylltum pokum

Veisla 10

Ég bjó sjálf til cakepops og skreytti þá á 4 mismunandi vegu. Ég notaði hvítt súkkulaði á þá alla sem grunn og notaðist svo við gyllt glimmer, gull strásykur, gylltar og silfraðar sykurkúlur, gyllt spray, hvítt súkkulaði og allskonar. Eins var ég með þá á mismunandi prikum, suma á hvítum cakepops prikum og aðra var ég með á papparörum sem ég keypti á Aliexpress

Veisla 08

Poppið sem ég var með kom frá Ástrík poppkorn en ég var bæði með cheddar ostapopp og karamellupopp með sjávarsalti. Þetta var bæði alveg sjúklega gott og ég get eiginlega ekki valið hvort mér fannst betra. Ég setti poppið í glæra poka sem ég keypti á Aliexpress og batt fyrir pokann með gylltum silkiborða. Minnsta málið að tengja poppið við hvaða þema sem er með öðrum lit á silkiborðanum.

Ástrík popp , 2 tegundir

Ástrík popp , 2 tegundir

Ég fékk glazed donuts hjá Krispy Kreme og stráði yfir þá gylltu matar-glimmeri til að gera þá meira gyllta – glazed hringirnir eru aðeins hvítleitir og með gyllta glimmerinu smellpössuðu þeir inní þemað mitt. Eins er ekkert mál að nota þessa hugmynd með öðru litaþema og breyta þá einfaldlega um lit á glimmerduftinu. 

Veisla 09

Ég keypti gylltar karamellukúlur og gyllta Hersheys kossa í Ameríku og tvær yndislegar vinkonur mínar sáu um að ferja þetta allt saman til landsins. 

Veisla 11

Gylltu Lindt kúlurnar keypti ég í heilsölunni Karl K. Karlsson á Nýbýlavegi en þar er hægt að kaupa Lindt kúlur í mismunandi litum. 

Haribo gúmmíbangsana í litlu pokunum keypti ég loks á Amazon.com og lét senda mér hingað til lands með Myus.com en ég fékk mér aðgang þar fyrir brúðkaupið sem var algjör snilld. 

51783657_292233704796211_147329790708285440_n

Ég keypti svo gyllta pallíettudúkinn á síðu sem heitir Tableclothsfactory.com en þar keypti ég pallíettudúka fyrir öll borðin í salnum, kokteilborðin í fordrykknum og fyrir gjafaborð og nammibar. 

il_fullxfull.1570002373_2mjf

Skrautið fyrir ofan nammibarinn keypti ég á síðu sem heitir Etsy og hér er linkur á það ef þið viljið kíkja á það. Ég keyti svo LOVE blöðruna á Aliexpress og festi fyrir neðan.

Veisla 07

Allar glerkrukkurnar sem nammið var í fékk ég að láni hjá henni Hönnu Þóru vinkonu minni sem er bloggari á Fagurkerar.is. Hún á ekkert smá mikið af svona flottum krukkum og var algjör yndi að vera til í að lána mér þær. Hvítu kökudiskarnir á fætinum sem cakepops voru á koma af Aliexpress en ég keypti líka svona gyllta í 2 stærðum og setti brúðarterturnar á.

 Ég vona að þetta hafi hjálpað einhverjum sem eru í nammibars-hugleiðingum að fá hugmyndir. 

Endilega kíkið á mig á snapchat – hronnbjarna

 

hronn

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply