Hæ kæru lesendur Fagurkera!
Ég heiti Aníta Estíva og er nýjasta viðbótin hér á síðunni..
Örlítið um mig..
Ég er 29 ára, gift, 2 barna móðir í háskólanámi og vinnu. Ég er að leggja lokahönd við nám mitt í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri í fjarnámi og starfa við umönnun.
Börnin mín tvö heita Kristófer Vopni (3 ára) og Viktoría Fanney (2 ára). Maðurinn minn heitir Óttar Már og höfum við verið gift í 5 ár!
Ég hef áður verið að blogga en lagði það á hilluna til þess að sinna náminu betur en nú hef ég loksins örlítið meiri tíma og get farið að skrifa aftur!
Nú ef þið haldið að ég hafi ekki nóg að gera með 2 börn, mann, nám, vinnu og blogg… Þá er ég einnig pistlahöfundur á Bleikt.is.. Og með opið snapchat 🙂
Meira var það ekki í bili! Hlakka til að deila með ykkur broti úr mínu lífi..
Þangað til næst,
No Comments