Bakstur Hanna Þóra Heilsa

Keto súkkulaðiostakaka með möndlu “Oreo” botni

Ég var að prófa mig áfram í eftirréttagerðinni fyrir Ketó matarræðið mitt og langaði að deila með ykkur þessari dásamlegu súkkulaðiostaköku með möndlubotni sem minnir einna helst á OREO.

Upppskriftin er afar einföld og það þarf ekki að baka kökuna í ofni sem gerir hana einstaklega fljótlega.
IMG_20180926_113059

Ostakökublanda

100 gr smjör við stofuhita

200 gr hreinn rjómaostur við stofuhita

2 msk sukrin “flórsykur” (fæst td í nettó í heilsudeildinni)

2 dl Þeyttur rjómi eða 1 dós sýrður rjómi ( fer eftir smekk hvers og eins)

2 tsk vanilludropar

3 msk hreint kakó

 

“OREO” möndlukurl

1 dl Möndlumjöl
2 tsk Kakóduft
2 msk Sukrin púðursykur
Smjör klípa

Byrja á því að þeyta rjómann og taka til hliðar

Í sömu skál skelli ég smjörinu og rjómaostinum ásamt vanilludropum, kakóinu og “flórsykrinum” frá Sukrin og þeyti allt vel og lengi saman áður en rjómanum er bætt varlega útí.

Á meðan ég er að þeyta ostablönduna bý ég til kurlið sem minnir mjög á OREO!
Ég set ég möndlumjöl á þurra pönnu og leyfi því aðeins og brúnast. Bæti svo 2 tsk af kakó útá blönduna ásamt 2 msk af sukrin “púðursykri” og smá klípu af smjöri. Tek þetta til hliðar og leyfi því að kólna áður en þetta er sett í botninn á fallegu glasi og ostakökublandan sett yfir.
IMG_20180926_112541

IMG_20180926_113300
Voila!
Snilldar eftirréttur fyrir alla hvort sem þeir eru á ketó eða ekki 🙂

Ég prófaði einnig að setja restina af blöndunni í box og stráði “oreo” kurlinu yfir og ætla að skera niður í bita og nota sem fitubombur þegar mig vantar meiri fitu yfir daginn eða þegar sykurpúkinn bankar uppá 🙂
IMG_20180926_113608

 

 Facebook síðuna mína með allskyns uppskriftum finnið þið undir Hönnukökur eða með því að smella hér!

HANNSYTHORA

HANNSYTHORA

Hanna

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply