Börn og uppeldi Börnin Fjölskylda Lífið Sigga Lena

Hlutir sem við erum búin að elska að nota fyrstu 5 mánuðina

Þegar ég var ólett af Hákoni Orra þá lá ég yfir allskonar listum og pælingum um það hvað væri sniðugt að eiga og nota fyrstu mánuðina. Ég ákvað að taka saman smá lista yfir það sem er búið að virka lang best fyrir okkur. 

 

Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi við nein fyrirtæki. Allar vörurnar hef ég keypt sjálf.

 

Númer 1 á listanum er Baby Brezza mjólkur vélin. Þegar Hákon Orri var 6 vikna þá hafnaði hann brjóstinu. Hann hafði fengið viðbót frá því að hann fæddist þar sem ég mjólkaði lítið og litli kall nennti ekki brjóstinu lengur enda miklu auðveldara fyrir hann að drekka úr pela. Þannig fyrir ykkur pelamömmurnar er þetta mesta snilld í heimi. Brezzuna er hægt að nálgast bæði hjá Tvö líf og Olivía og Oliver.

51QwgypgZxL._SY355_

Númer 2  listanum er Balios S settið frá Cybex. Kerrustykki, vagnstykki og Aton M bilstólinn. Þetta hefur hentað okkur einstaklega vel. Grindin sjálf er létt og fyrirferðar lítil og kemst vel fyrir í litla bílinn minn sem er mikill plús. Það er yndislegt að geta smellt bílstólnum beint á grindina. Annars er kerran alltaf út í bíl og er mjög mikið notuð.

EA7B02EA-3596-4E54-8966-9A5C82CEBA58  73513751_766684967092566_5998931824783392768_n 75210312_559912944784866_282813537628192768_n

Númer 3 á listanum eru Difrax pelarnir. Af einhverjum ástæðum ákvað ég að kaupa þá strax og sé ekki eftir því, þeir eru æði. 

  • Pelinn sem hefur verið í uppáhaldi hjá börnum og foreldrum vegna hins einstaka “anti-colic” loks og S-lögunar pelans . – Þessir eiginleikar pelans tryggja stöðugt og jafnt flæði vökvans.
  • Eiginleikarnir koma í veg fyrir tómarúmssog hjá barninu úr pelanum, sem aftur tryggir jafnt og stöðugt flæði vökvans og gerir barninu kleift að drekka án þess að innbyrgða umfram óþarfa loft.
  • Þannig draga hinir sérstöku eiginleikar úr líkunum á óþarfa magakrampa, ristilkrampa, hægðatregðu, ropa, bakflæði og uppköst af völdum umfram lofts. Auðvelt að taka þá í sundur og þrífa og svo eru þeir mjög fallegir. 

(upplýsingar um pelan fékk ég af síðu tvö líf)

705-sbottles-170ml-1500x1500-difraxIMG_5466

Á meðgöngunni þá varð ég alveg heilluð af Done By Dear merkinu sem fæst í Nine Kids. Ég keypti ungbarnahreiður sem Hákon Orri er nýlega hættur að nota og er búið að reynast okkur mjög vel. Það sem mér fannst skipta miklu máli í kaupaum á hreiðrinu var að það væri möguleiki á því að taka dýnuna úr og setja hreiðrið í þvottavél. Þetta hreiður er einstaklega fallegt, mjúkt og notalegt fyrir lítil kríli.

286028_51530 74670708_526006678233753_3807010366374805504_n 

Númer 5 á listanum hjá mér er leikteppið frá Done by dear, mjög fallegt teppi og örfar litlu krílin vel. 

done-by-deer-baby-play-mat-baby-gym-grey-done-by-d 73296580_2449494075369388_6366993526865002496_n 

Númer 6 á listanum er ömmustóll. Ég keypti notaðan Baby Björn stól sem er dásamlegur. Stóllinn er  partur af morgun rútínunni okkar. Á meðan mamman fær sér morgunbollann leikur litli maður í stólnum sínum. Hann hreint út sagt elskar hann.

73352278_2152295021742353_6484003455508676608_n  73046004_481387155921434_5239709974833135616_n

Svo í lokin má ekki má gleyma MAM snuddunum. Hákon Orri er algjör duddu kall og MAM hafa reynst okkur lang best. 

3207FC87-6001-4E18-8D3D-AB326868E54C IMG_7410

Allt sem ég taldi upp hér að ofan notum við á hverjum einasta degi. Ég gæti gert enn lengri lista en þetta er klárlega það dót sem við notum hvað mest.

Hægt er að fylgjast með okkur mæðdinum á Instagram: SIGGALENA

Þangað til næst…

signature (1)

 

 

 

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply