Aníta Bakstur Matur

Heimsins besta skinkusalat

Föðursystir hans Óttars býr til heimsins besta skinkusalat. 

Við höfum gert margar tilraunir til þess að ná því jafn góðu og hún gerir það en ég er alveg viss um að hún eigi eitthvað leyni krydd heima hjá sér þar sem hennar verður alltaf aðeins betra en okkar!

Við erum þó búin að ná að mastera uppskriftina nokkurnvegin, eða að minnsta kosti búin að ná því svo góðu að ein uppskrift klárast einn tveir og tíu á okkar heimili. 

Á laugardagskvöldið síðasta fékk ég ótal margar spurningar á snappinu þar sem beðið var um uppskriftina þegar Óttar, maðurinn minn var að útbúa skinkusalatið klukkan rúmlega 23 mér til mikillar furðu!

mynd

Skinkusalat uppskrift: 

1 og hálft bréf skinka 
1 dós aspas – skorin í bita
4  egg
500 ml maj0nes
Aromat 

Aðferð: 

Hrærið maj0nesið vel þar til það er laust við alla kjekki. Sjóðið eggin, skerið skinkuna og eggin í litla bita. Setjið aspasinn í sigti og maukið hann vel. Setjið örlítið af aspassafanum úr dósinni ofan í majonesið og hrærið það vel saman við. Blandið öllum hráefnum ofan í majonesið og setjiði svo dass af Aromat yfir. Okkur þykir gott að setja mikið af Aromati en það þarf þó að fara varlega þar sem kryddið þarf að fá að liggja í nokkrar mínútur í salatinu til þess að allt bragðefnið komi í ljós. Það er því betra að byrja smátt og vinna sig hægt og rólega upp þar til þið finnið bragð sem ykkur þykir gott. 

Þetta skinkusalat er hægt að nota á allt sem ykkur dettur í hug, brauðrétti, samlokur eða ritskex. Besta við það er að það er betra daginn eftir þegar hráefnin hafa fengið að liggja í majonesinu yfir nótt!

Verði ykkur að góðu, 

aníta

snaptag

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply