Beauty Snyrting Þórey

Frankfurt – Russian Volume námskeið

Ég var svo heppin síðustu helgi að fara í vinnuferð til Frankfurt með Karma Pro heildversluninni sem ég vinn hjá. Ég fór á augnháralenginganámskeið í Russian Volume tækni hjá PhiLashes sem er risastórt vörumerki í augnháralenginga”bransanum” ef svo má segja.

74951481_638252939911941_3673135235031105536_n (2)

Hjá PhiLashes er hægt að vinna sig úr því að vera student upp í að verða grand master. Þó svo að ég sé viðurkenndur sérfræðingur í classic augnháralenginum frá öðru vörumerki þá er ég núna “bara” lærlingur hjá PhiLashes. En ég þarf að klára 10 level í heimavinnu til þess að verða viðurkenndur PhiLashes – artist.

Ég er komin í level 2 og stefni á að skila af mér því stigi í dag og vonandi verð ég komin í level 3 á morgun. 

Russian Volume tæknin er þannig að búnir eru til vængir/fans úr nokkrum hárum.

Russian Volume tæknin er þannig að búnir eru til vængir/fans úr nokkrum hárum.

 

En heimur augnháralenginga er risastór og það er rosalega skemmtilegt að vera partur af þessum heimi. Enda hefur áhugi minn á augnháralenginum vaxið mjög mikið, ég fékk algjört ógeð á sínum tíma en þá er stundum nauðsynlegt að taka sér smá pásu. En í vor þá var ég líka alveg tilbúin að byrja aftur og þegar fæ áhuga á einhverju þá fæ ég ÁHUGA og helli mér algjörlega í hlutina. Ég er búin að vinna mikla vinnu, skoða mjög mikið og læra mjög mikið á þessu ári, enda er nauðsynlegt að uppfæra sig og endurmennta sig í þessu fagi því það er mikil þróun í lengingum og alltaf eitthvað breytast og nýjungar sem bætast við.

 

Augnháralengingin sem ég gerði á námskeiðinu. Það er langt í land með volume-ið en ég mun mastera þetta!

 

Konur frá hinum ýmsu löndum samankomnar á námskeiðinu

 

Nú er bara að komast í gegnum stigin 10 og verða Russian Volume Artist hjá PhiLashes:)

En fyrir áhugsama þá er ég að kenna augnháralenginar hjá Karma Pro og við setjum alltaf inn upplýsingar inn á Facebook og Instagram. (Næsta námskeið hjá mér verður haldið í nóvember). Ég hef líka sett upp endurmenntunarnásmkeið fyrir þá sem eru nú þegar sérfræðingar í augnháralengingum en það hefur heppnast ótrúlega vel og ég stefni á að halda annað endurmenntunarnámskeið í nóvember. Svo fylgist endilega með á FACEBOOK og INSTAGRAM

Og ef þú hefur áhuga á að panta tíma hjá mér í augnháralengingum eða aðra snyrtingu þá er ég komin aftur á snyrtistofuna Lipurtá í Hafnarfirðinum þar sem ég tók nemasamninginn minn í snyrtifræði og vann hjá fyrir að verða þremur árum síðan.

Þangað til næst…

þórey undirskrift

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply