Matur Tinna

Crepes – ljúffengur kvöldmatur & einfalt að útbúa

Ég byrjaði að elska crepes fyrir mörgum árum þegar ég smakkaði það fyrst á Adesso í Smáralindinni. Síðan þá hef ég farið þangað & fengið mér svoleiðis öðru hvoru og það er alltaf jafn gott.

En fyrir nokkru síðan datt mér í hug að prófa að leika þetta eftir heima. Það sem kom rosalega mikið á óvart er hversu auðvelt er að gera þetta heima, svo er þetta líka alveg jafn gott heimatilbúið. Ég mæli klárlega með því að smakka crepes á Adesso, en í þessari færslu langar mig að deila því með ykkur hvernig ég geri crepes heima.

Þetta er súper einfalt & ótrúlega gott, klikkar ekki! Ekki skemmir fyrir að þetta er ódýr matur. 

Ég hef sýnt tvisvar sinnum frá því á Snapchat þegar ég geri crepes & í fyrra skiptið deildi ég uppskriftinni þar inni, en ég gerði þetta aftur í síðustu viku & ákvað að gera færslu í þetta skiptið. Ég sendi þó nokkrum uppskriftina sem báðu um hana & mér finnst alltaf jafn gaman þegar fylgjendur mínir senda mér mynd af mat sem þeir gera út frá uppskriftum sem ég sendi þeim! <3

 

Screenshot_20170519-192053

21768215_10155083553189422_1663538347619358480_n

21764766_10155083553154422_5387293398849473552_n

21765292_10155083553344422_8415342798838199757_n

21687953_10155083553349422_706270452632671775_n

Nokkrar crepes myndir frá fylgjendum 🙂 

 

 

Hér kemur uppskriftin: Crepes fyrir fjóra:

2 egg

¼ tsk salt

1 bolli hveiti

1 tsk lyftiduft

2 msk smjör (bræða)

1 bolli mjólk (ég nota fjörmjólk eða léttmjólk)

 

Mjólk & eggjum blandað saman & síðan eru þurrefnunum bætt út í & að lokum smjörinu (bræða það fyrst). Síðan eru pönnukökurnar steiktar á pönnu. Mér finnst langbest að setja svo hrísgrjón, steikta skinku með osti ofan á (gott að setja svo season all ofan á ostinn), papriku & púrrulauk í pönnukökurnar (ég steiki ekki grænmetið) & svo að lokum hvítlaukssósu (ég nota frá E.Finnsson eða Bónus). 

Það er hægt að setja nánast hvað sem er í pönnukökurnar en þetta er það sem mér finnst best, um að gera prófa sig áfram 🙂

 

Verði ykkur að góðu, endilega sendið mér mynd á Snapchat svo af meistaraverkinu ykkar!

 

21765148_10155083554469422_2066833309014282944_n

 

Þið finnið mig á Snapchat, Instagram & Facebook: tinnzy88

 

TF

 

 

You Might Also Like

5 Comments

 • Reply
  Þórey
  26. September, 2017 at 11:23 am

  mmmmm verð að prófa ég elska Crepes 🙂
  Steikiru pönnukökurnar á pönnukökupönnu eða bara venjulegri pönnu? 🙂

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   26. September, 2017 at 12:10 pm

   Ég steiki þær á venjulegri pönnu! 🙂

 • Reply
  Elín
  10. January, 2018 at 7:38 pm

  Mmmm var loksins að prófa – þetta var svo fljótlegt og svoooo gott! 🙂

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   11. January, 2018 at 10:42 am

   Frábært, þetta er neflilega svo rugl gott!! 😀

 • Reply
  Fanney
  10. June, 2019 at 6:03 pm

  Sjúklega gott !!!

 • Leave a Reply