Börn og uppeldi Fjölskylda Heilsa Húðumhirða Lífið Þórey

Barnaexem – það sem virkar á mitt barn!

Að eiga barn með barnaexem getur verið alveg svakalega erfitt, bæði fyrir barnið og foreldrana.
Af hverju segi ég fyrir foreldrana? Af því það er ofboðslega erfitt að horfa á barnið sitt þjást af miklum sárum og hafa engar lausnir fyrir það.

Nína Rós dóttir mín hefur glímt við barnaexem frá fæðingu (okei kannski síðan hún var 3-4 mánaða, ég man það ekki nákvæmlega) en hún er núna 4 ára og farið að styttast verulega í 5 ára afmælið. Þetta hefur verið sannkölluð rússíbanaferð í leit að lækningum og ég get svo svarið það að ég held að við höfum keypt nánast öll krem sem eru til!

En nú langar mig að segja ykkur frá því sem hefur reynst henni best.

Ég vil taka það fram að þetta er alls engin auglýsing á þeim vörum sem ég ætla að segja ykkur frá, ég er eingöngu að deila ráðum sem hafa virkað vel á okkar barn:) 

Kalíumbað:

Mér var ráðlagt að setja hana í kalíumbað og ég sagði bara: “ha, kalíum hvað?”

Kalíumperganant fæst í apótekum og ég gat keypt það án lyfseðils. Þetta hefur sótthreinsandi áhrif á sárin, róar húðina og hefur þar af leiðandi róandi áhrif á kláðann sem fylgir exeminu.

Kalíumperganant

Kalíumperganant

 

Og viti menn, þetta virkar þvílíkt vel á Nínu Rós og við setjum hana í “fjólublátt” bað eins og hún kallar það þegar hún er mjög slæm. Hún biður meira að segja um það sjálf þegar hún finnur mikið til.

En ég mæli að sjálfsögðu með því að fólk ráðfæri sig við sína lækna um þetta og fá ráðleggingar um blöndun og þess háttar.

"Fjólublátt bað"

“Fjólublátt bað”

 

Næsta mál á dagskrá er UNDRAKREMIÐ sem við fundum í Costco, ó elsku Costco!

Það heitir SUDOCREM og kostar aðeins um 800kr. Það kemur í 400g dollum og það þarf mjög lítið af því í einu.

20668863_10155371727936413_1649916438_n

Eins ótrúlegt og það hljómar en þá sjáum við strax mun á sárunum hennar daginn eftir að við berum það á.

Að geta haldið sterakrema notkun í lágmarki er frábært! Það hafa komið tímar þar sem hreinlega ekkert virkar nema sterakrem en ótrúlegt en satt þá höfum við ekki þurft að snerta á sterakreminu síðan við kynntumst Sudocrem. Kremið eru svo allir í fjölskyldunni farnir að bera á sig ef við fáum sár eða sólbrennum eftir sólríka daga (þessa tvo sem hafa komið haha, nei ég segi svona).

Sundferðir:

Við höfum því miður ekki mikið getað farið með hana í sund því hún verður yfirleitt extra slæm eftir sundferðir. En hún elskar að fara í sund og við förum auðvitað með hana öðru hvoru þó við reynum að halda því í lágmarki. En það er ein vara sem er orðin ómissandi hluti af sundferðunum og það er Childs farm 3 in 1 swim sápan. Ég þvæ hana vel með sápunni eftir sundið og nota semsagt ekki sápuna í sturtunum. Childs farm vörurnar henta vel fyrir viðkvæma exemhúð og 3 in 1 swim sápuna má nota sem sjampó, næringu og kroppasápu, hún hreinsar allan klórinn af húðinni.

3 in 1 swim

3 in 1 swim

Ég vona allavega að þetta hjálpi einhverjum sem eru að glíma við exem eða eiga börn með barnaexem.                  

Takk fyrir að lesa <3

THOREYGUNNARS

THOREYGUNNARS

þórey undirskrift

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply