Þar sem það er alltaf að styttast í jólin ákvað ég að gera smá innkaupalista með því sem ég er með í körfunni minni og búin að kaupa á AliExpress í vikunni. Þar sem sendingartíminn á Ali er oft nokkuð langur er mikilvægt að vera tímanlega í því að kaupa eitthvað sem maður þarf að fá fyrir jólin.
JÓLAFÖT
Mér finnst æði að kaupa svona krúttuð jólaföt á Emblu og jólanáttföt á okkur fjölskylduna þar sem þetta eru hlutir sem eru yfirleitt bara notaðir í örfá skipti og þá skipta gæðin ekkert öllu máli.
Þetta eru jólanáttfötin sem ég keypti á okkur fjölskylduna – það voru ekki til hundaföt svo ég keypti bara svona baby onsie á Gizmó sem ég treð honum í 😉
Ég keypti líka nokkur jóladress á Emblu
- jólaálfa-náttgalli (Gizmó á sko peysu í stíl svo þau geta verið sæt saman)
- bleik stelpu jólanáttföt (varð að fá ein bleik )
- önnur bleik stelpu jólanáttföt (oki ég varð að fá tvö bleik)
INNPÖKKUN
Ég elska að pakka inn jólagjöfum og er með nýtt þema á hverju ári. Í ár ætla ég að vera með svart og hvítt þema í þessum stíl.
Hér eru linkar á það sem ég keypti til að pakka inn jólagjöfum.
- svartar fjaðrir til að skreyta pakkana með
- svartar stjörnur til að skreyta pakkana með
- jólalímmiðar til að skreyta pakkana með
- gjafapokar til að fara með jólagjafirnar í – ég valdi mér hvíta með svörtum slaufum í stíl við þemað
JÓLASKRAUT
Ég verð að kaupa eitthvað nýtt skraut á hverju ári og þá er Ali alltaf góður kostur. Ég elska hnotubrjóta og á orðið dágott safn af þeim heima. Mér finnst þeir mega jólalegir og alveg ótrúlega fallegt jólaskraut. En að sjálfsögðu má alltaf bæta við fleirum, Sæþóri er þó hætt að lítast á blikuna og finnst þeir vera orðnir óþægilega margir hahah en ég er fullkomlega ósammála!
Hér eru linkar á hnotubrjóta sem mér finnst ótrúlega flottir
- Mér finnst þessi í rauða jakkanum æði – Embla fékk bleikan hnotubrjót í jólagjöf í fyrra og þessi væri fullkominn hliðiná honum inni hjá henni.
- Hér eru 3 sem eru klassískir í gull og silfur
Annað jólaskraut sem ég er búin að kaupa eru þessar krúttlegu jólahúfur á vínglös
Loks rakst ég á þessar litlu pappastjörnur sem ég hef leitað að lengi. Ég sé þær fyrir mér hengdar á svona greinar í háum glervasa með seríu og allskonar flottu. Ég keypti hvítar, gráar og svartar.
JÓLAGJAFIR
Ég hef oft keypt litla skemmtilega smáhluti á aliexpress sem ég læt fylgja með í pakkanum um jólin. Þessi jólin datt ég niður á hrikalega sniðuga hugmynd af jólagjöf sem Embla getur gefið ömmum og öfum í jólagjöf sem ég efast ekki um að eigi eftir að slá í gegn ! Ég er búin að kaupa svona glærar jólakúlur úr gleri og svo ætla ég að láta Emblu gera handafar á jólakúluna með málningu, setja fallegan borða á kúluna og í gjafaöskju. Ég held að þetta geti orðið ansi krúttleg jólagjöf og eitthvað sem er gaman að taka upp um hver jól og hengja á jólatréið. Ég fann ekki betri mynd af þessu en þessa hér fyrir neðan á netinu en ég skal setja inn myndir af minni kúlu þegar hún er tilbúin.
Ég keypti líka þessa skemmtilegu vínflöskutappa sem eru í laginu eins og gylltur ananas. Þetta er tilvalin aukagjöf með annarri stærri og einnig er þetta mjög sniðugt í leynivinaleik eða slíkt.
Ég rakst svo á þetta í morgun og fannst þetta mjög sniðugt – þettu eru svona bókstafir úr svona foam efni til að leika sér með í baði – ég keypti einn pakka handa Emblu og annan sem ég ætla að lauma með í pakkann hjá lítilli vinkonu.
Þessi laukskurðargleraugu fannst mér bara aðeins of fyndin og var ekki lengi að henda þeim í körfuna mína. Ég keypti 3 pör – 1 handa mínu heimili og hin 2 fá að laumast í einhverja pakka þessi jólin.
Loks keypti ég þessi hrikalega krúttuðu loðboots handa Emblunni sem ég ætla að hafa heima til að skella henni í yfir veturinn þegar það er snjór og kuldi.
Þetta er það helst sem ég hef verið að kaupa á Aliexpress fyrir þessi jól. Vonandi hjálpar þessi listi einhverjum að skipuleggja jólin.
Fylgist með mér á snapchat og sjáið þegar allt góssið fer að berast í hús 🙂 @hronnbjarna
No Comments